24.5.2009
Best geymda leyndarmál ljósvakans?
Það er sorglegt að horfa upp á það hvað þetta blogg er orðið óskaplega leiðinlegt hjá mér.
Held að við verðum að gera eitthvað í því, ekki seinna en strax!
---
Nú verður semsagt slegið í og fögur fyrirheit gefin um að lífgað verði upp á þetta moggablogg - sem ég stofnaði að mig minnir árið 2006.
Það var semsagt þá sem ég ákvað að nefna fyrirtæki mitt í almannatengslum, nafni sem væri eins lýsandi og hægt væri um þann ábata sem það veitir.
---
Það er ágætt að byrja á jákvæðu nótunum og deila út ýmsu verðskulduðu hrósi.
Í mars hóf störf á Rás 2, listamaðurinn, músíkantinn og fjölmiðlungurinn Vilhelm Anton Jónsson - betur þekktur sem Villi Naglbítur.
Endurkoma hans á öldur ljósvakans hefur ekki farið neitt sérlega hátt, og má segja að sunnudagsþáttur Villa sé eitt best geymda leyndarmál Ríkisútvarpsins.
Þeir sem hafa stillt lengur á Rás 2 en í nokkrar mínútur einhvern undanfarin sunnudag hafa meðal annars notið frábærs lagavals, þar sem tónlistarstefnum ægir saman, en engin lög eru vond. Einnig hafa þeir hlýtt á áhugaverð viðtöl, vel orðaðar kynningar og glímt við skemmtilegar stærðfræðiþrautir, Þrennuna-þakrennuna og annað álíka úr smiðju sérvitringsins Villa.
Hann er líka með svo skemmtilegt orðfæri. Góður íslenskumaður.
---
Auglýsingarnar frá Ölgerðinni fyrir Orkuna eru einnig verðugar þess að fá hrós.
Þær uppfylla skilyrðið um að vera nógu óvenjulegar til að maður taki nær ávallt eftir þeim þegar þær birtast á skjánum.
Að vísu kviknar strax með manni grunur um að þær eigi sér erlenda fyrirmynd, eða að minnsta kosti innblástur. En hvað með það!
---
Ég er líka ánægður með keppinaut Ölgerðarinnar, Vífilfell (viðskiptavinur Góðra samskipta), sem hlustaði á grasrótina á blogginu og á Facebook og kom aftur á markað með Fanta Lemon.
Þetta virðist líka hafa verið algjörlega rétt ákvörðun hjá þeim, því mér skilst að fyrsta framleiðsla af gosinu hafi selst upp fyrir helgi.
Ég man að maður gat ekki drukkið þetta gos á sunnudögum eftir djamm. Því það var ekkert vinsælla bland í sterkt áfengi, og bragðið minnti mann á það óþyrmilega.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HA HA HA HE HE HE HA,nokkuð góður pistill hjá þér Andres,er svo sannarlega sammála þér að öllu leiti,takk fyrir,kær kveðja, konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 24.5.2009 kl. 16:21
Eitt sem mig langar að skilja varðandi sjónvarpsauglýsingar er hversvegna hljóðstyrkurinn á auglýsingartímanum er ævinlega mun hærri en á öðru sjónvarpsefni. Þetta er gríðar pirrandi. Einnig virðist tónlist með hröðum takti og einhverskonar hljóðveggur vera mjög móðins hjá framleiðendum auglýsinga. Ekkert af þessu áreiti fær mig til að vilja kaupa eitthvað.
Vantar adblock á sjónvarpið!
Henrý Þór (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:06
Henrý: Þessi hljóðveggur virðist vera í tísku í tónlist almennt þessa dagana.
Veit ekki með hljóðstyrkinn. Tek sérstaklega eftir þessu með dagskrárkynningar, sem virðast einmitt oft vera mun hærra stilltar en dagskrárefnið.
Er hægt að fá Tivo á Íslandi?
Andrés Jónsson, 24.5.2009 kl. 20:11
Já það er hægt að fá tilbrigði við Tivo á Íslandi. Það heitir upptökulykill og kostar flenni fjár í upphafsleigu auk mánaðarlegs gjalds hjá 365.
En er í mínum huga hverrar krónu virði - hraðspól yfir auglýsingar og "losn" við að vera háður dagskrárskipulagi fjölmiðlanna er í mínum huga tær snilld.
Elfur Logadóttir, 24.5.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.