24.3.2009
Málvilla eða eðlileg þróun tungumálsins?
Ég hefði ekki þorað, þegar ég vann við að skrifa auglýsingatexta, að nota orðið "verð" í fleirtölu.
Þetta er algeng málvilla, en mér var kennt að það væri höfuðsynd í auglýsingagerð að láta undan þeirri freistingu að nota vísvitandi málvillur í texta.
---
Ég hef hins vegar ekki séð eða heyrt neinn gera athugasemdir við það, þó að þessi auglýsing hafi glumið í útvarpinu allan mánuðinn:
"Tíu ára gömul verð á Eldsmiðjunni í mars"
Kannski er þetta bara eitt dæmið enn um að tungumálið sé að þróast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skv. http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=verð þá er sérstök athugasemd um það að orðið sé yfirleitt ekki notað í fleirtölu. Það sem er samt skemmtilegast við auglýsinguna er að það er sömuleiðis 10 ára bið eftir að fá pizzu hjá þeim þessa dagana...
Egill R. Erlendsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:28
Þú hefur nú ekki fylgst nægilega vel með. Maður er nánast alveg hættur að heyra talað um verðið, verðin skal það vera núna og hefur verið í nokkur ár.
-DJ- (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 22:40
Þetta er rangt, þetta er ljótt og á ekki að líðast.
Ég er ekki málfarsfasisti og læt allt mögulegt kyrrt liggja en sumt er bara ólíðandi, svo einfalt er það.
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2009 kl. 00:05
Auglýsingafólk klikkaði allavega ekki á þessu fyrir 10 árum.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.3.2009 kl. 00:31
Þessi auglýsing er stæling á auglýsingum sem ég gerði fyrir Eldsmiðjuna bæði þegar hún varð 10 og 15 ára. Viðbrögðin í seinna skiptið voru ma. að heill gámur af hveiti kláraðist á tveimur dögum og um hádegisleitið á sunnudegi varð að loka vegna hráefnisskorts. Ef viðbrögðin núna eru eitthvað svipuð er ég ekki hissa á að það sé 10 ára bið eftir pizzu.
Emil: Nei við hefðum ekki klikkað á þessu þá. Það virðist allt vera leyfilegt í auglýsingagerð og blaðamennsku í dag.
Ævar Rafn Kjartansson, 25.3.2009 kl. 10:23
Ég er hræddur um að þetta sé einmitt dæmi um þróun sem ekki verður ráðið við, öfugt við þágufallssýkina til dæmis. Verð er í huga flestra orðið það sama og verðmiði, upphæðin en ekki verðmæti. Mörg verð eru því margar tölur, upphæðir. Var brauð ekki einhvern tíma einungis til í eintölu? Ég held að fáir kippi sér upp við að heyra talað um mörg fransbrauð, áður hefðu það verið margir brauðhleifar. Vonandi endar kjötið ekki þannig líka.
Magnús (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:43
Þetta minnir mig á það þegar einn góðvinur minn hringdi í flugleiðir til að fá uppgefin "verðin á flugunum."
brandur (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:52
Verð er og verður eintöluorð. Það fer illa í fleirtölu eins og brandur bendir á með flug í stað flugferða. Oft heyrir maður líka í auglýsingum að fólk er hvatt til að líta við. Það er að líta um öxl. Þarna er verið að rugla saman "komdu við" og "líttu inn." Fyrir utan það að verslanir eða vertshús eru alltaf að opna í stað þess að verða opnuð. - Það er margan hortittinn (eins og Árni Bö. hefði sagt) að finna í auglýsingum og fjölmiðlum í dag. - Stöndum vörð um íslenskuna
Haraldur Bjarnason, 25.3.2009 kl. 15:01
Ég er einn af þeim sem finnst þetta vera alveg óþolandi. Mér finnst ýmislegt í málinu vera að breytast líklegast vegna skertrar málvitundar. Eintöluorð notuð í fleirtölu og fleirtöluorð notuð í eintölu.
Marinó G. Njálsson, 25.3.2009 kl. 15:36
Það fer eiginlega ekkert meira í taugarnar á mér en þegar menn eru að nota orðið verð og þjónusta í fleirtölu, þ.e. "verðin" og "þjónusturnar".
Af hverju hleypa fjölmiðlar, sem eiga að vera með prófarkalesara í vinnu, svona rusli í gegn er mér óskiljanlegt.
Benni, 25.3.2009 kl. 15:54
Tíðarandar er það nýjasta í fleirtölunni.
sigríður Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:49
Og snyrtingarnar á flugstöðinni í Keflavík ...
Mörður Árnason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:27
Þetta er enska.
Bæði ,,verðin" og ,,þjónusturnar."
Tölum heldur íslensku.
Balzac (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 17:24
Bíddu bara þangað til Evróputrúboðarnir fara að auglýsa ESB verðin
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.