23.3.2009
Gott PR hjá XD
Það er ástæða til að hrósa Sjálfstæðisflokknum og framkvæmdastjóra hans fyrir rétt viðbrögð við PR-krísu, sem flokkurinn lenti í vegna móttöku á ólöglegum framlögum í kosningasjóð.
Andri Óttarsson sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að búið sé að endurgreiða styrkina og að ný vinnubrögð verði tekin upp, sem komi veg fyrir að þetta endurtaki sig.
Þannig er búið að loka málinu og koma í veg fyrir að það verði að draug sem gangi aftur á blogginu og í spjallþáttum fram að kosningum.
Það var ekki verið að spinna þetta neitt. Mistökin einfaldlega viðurkennd og þau leiðrétt.
---
Nú beinist kastljósið að hinum flokkunum, en svo virðist sem að það sé víðar pottur brotinn þegar kemur að styrkjum til stjórnmálaflokka.
Andri Óttarsson sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að búið sé að endurgreiða styrkina og að ný vinnubrögð verði tekin upp, sem komi veg fyrir að þetta endurtaki sig.
Þannig er búið að loka málinu og koma í veg fyrir að það verði að draug sem gangi aftur á blogginu og í spjallþáttum fram að kosningum.
Það var ekki verið að spinna þetta neitt. Mistökin einfaldlega viðurkennd og þau leiðrétt.
---
Nú beinist kastljósið að hinum flokkunum, en svo virðist sem að það sé víðar pottur brotinn þegar kemur að styrkjum til stjórnmálaflokka.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn getur bara BÆTT ímynd sína.
Skítlegt eðli (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:13
Menn hefðu mátt viðhafa þessi vinnubrögð strax síðastliðið haust. Þá á ég ekki bara við D, því það eru fleiri stafir í stafrófinu... og allir "lykta" á sinn hátt.
Magnús Þór Friðriksson, 24.3.2009 kl. 00:03
Eru þetta ekki bara eðlileg (common sense) viðbrögð?
Kv. EOS
EOS (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:17
EOS: Maður skyldi ætla. Og von að þú spyrjir.
Því miður er það ekki alltaf þannig að fyrirtæki/stofnanir/samtök vilji viðurkenna mistök. Þau vilja í mörgum tilfellum frekar bíða af sér neikvæða umfjöllun. Vilja ekki ýta undir fleiri vondar fréttir.
En þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um að stöðva neikvætt umtal sem komið er af stað og láta þeim sem kunna að vilja verja þinn málstað hafa einhver vopn/rök í hendur.
Andrés Jónsson, 24.3.2009 kl. 00:20
Hvað var annað hægt að gera en það sem framkvæmdastjórinn gerði? Þetta kallast að lágmarka tjónið!
Guðmundur St Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 13:23
Getur verið að þú hafir verið með puttana í þessari yfirlýsingu Andrés? Þú sást koma út úr kosningamiðstöð XD í ármúlanum í gærkvöldi um klukkan 19.00.
Þetta er ekki gott PR. Þetta mál og öll meðhöndlun á því er slæmt.
ónefndur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:44
Hehehe. Skemmtileg kenning.
Það vill svo til að fyrirtæki mitt er með skrifstofu í Ármúla 18 og Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík eru nýbúin að leigja hæðina fyrir neðan mig.
Held að þau hafi meiri áhyggjur af því að ég liggi með hlustunarpípu á gólfinu að hlera hjá þeim, en að þau ráði mig til að ráðleggja sér um hvernig þeir eigi að skýra fjáröflunaraðferðir sínar út fyrir almenningi.
Andrés (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:48
Mig grunaði að þú værir krati...þannig að þetta meikaði ekki sens.
Tek skýringuna þína gilda.
ónefndur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.