Leita í fréttum mbl.is

Konudagurinn

konudagurinn

Erkisnillingurinn og þjóðargersemin Ómar Ragnarsson benti á það í útvarpsviðtali sem ég hlustaði á í dag, að konudagurinn væri mun meira auglýstur heldur en bóndadagurinn.

Hvað ætli valdi því?

---

Það er spurning hvort það tengist því bara að karlarnir séu gleymnari og þurfi meira að láta minna sig á, heldur en konurnar?

Eða hvort að almennt fleiri konur njóti góðs af veru konudagsins í almanakinu, heldur en karlar af bóndadeginum?

Það er heldur lélegt jafnrétti kynjanna :)

Fyrir utan það hvað þessir bévítans dagar mismuna sístækkandi þjóðfélagshópi einhleypra.

---

Sem betur fer koma bolludagurinn og sprengidagurinn beint þarna á eftir.

Þeir mismuna aðeins sykursjúkum og hjartveikum.

bollur


Athugasemdir

1 identicon

Ég held að konudagurinn sé auglýstur meira en bóndadagurinn af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að konur hafa það meira "innbyggt" að gera vel við bónda sinn á bóndadag en karlar við konu sína á konudaginn og hins vegar þá "græða" blómabúðir vel á því að auglýsa konudaginn ... flestir karlmenn hafa ekki hugmyndaflug til annars en að gefa kvinnum sínum blóm þennan dag :)

Sammála þér um þessa einhleypu. Ég beið eftir blómasendingu í allan dag en hún kom ekki. Hummmmmm ... skrítið :)

Katrín (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Ransu

Þekki einn sykursjúkan sem ætlar að fá sér sykurlausa bollu.

Annar með ger og -hveitióþol ætlar að fá sér gerlausa speltbollu.

Það hlýtur að vera einhversstaðar hægt að fá heilsubollu fyrir hjartveika.

Ransu, 23.2.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Haukur Baukur

Hahahahaha!!!

Þarna er bissness í að selja einhleypum konum blóm

"Skráðu þig á vinalistann og fáðu blóm á konudaginn og afmælinu þínu

Sætur ungur maður afhendir síðan blómin

Verð aðeins 9995 á ári. (Frítt spa og vax upp að hnjám fylgir)"

Haukur Baukur, 23.2.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband