Leita í fréttum mbl.is

Góð krísustjórnun Björns Jörundar

bjorn jorundur

Það er auðséð að Björn (sem vinnur á auglýsingastofu) hefur fengið góð ráð um krísustjórnun.

Hann hefur fyrsta boðorðið í krísustjórnun (Crisis PR) í heiðri og kemur strax fram og biðst afsökunar á mistökum sínum. Gefur í skyn að hann hafi sagt skilið við fyrra líferni og segist vera í öngum sínum.

Hann biður um að sér sé fyrirgefið og að fólk minnist þess að hann sé þekktur af ýmsu öðru fegurra en þessu.

---

Ég kaupi það alveg. Enda er fíkniefnaneysla oftast sýki sem fólk losnar ekki við hjálparlaust.

Við eigum ekki að taka hart á fíkniefnaneytendum.

---

Óskar Bergsson hefði hins vegar að ósekju mátt leita í krísufræði Björns Jörundar, áður en hann mætti í Kastljósið í gær.



Það var eins og hann skildi ekki almennilega við hvað var verið að gera athugasemdir.

Ef hann hefði viðurkennt að þetta hafi verið dómgreindarleysi og sagst myndu endurgreiða upphæðina þá hefði hann komið miklu betur út.

Enda vita flestir að margt af þessu tagi hefur þrifist í skjóli annarra flokka.

---

Óskar hefur sér einnig ýmsar málsbætur.

Eins og það, að Reykjavíkurborg er í stöðugri valdabaráttu innan Sambands íslenskra sveitarfélaga og að hann hafi verið þarna að afla málstað Reykvíkinga fylgis meðal síns fólks.

Ekki endilega mjög fagurt - en borgarbúar voru þá allavega að fá eitthvað fyrir sinn 90.000 króna snúð.



En það sem kom verst út fyrir hann, var að Óskar virtist bara ekki hafa sans fyrir því að þetta hafi verið óeðlilegt.

Þó ekki nema ef væri fyrir það að þetta gerist rétt eftir hrun.

---

Ég vona að Jóhanna taki á þessum hlutum hjá ráðherrum núverandi ríkisstjórnar.

Sjálfstæðisráðherrar og Framsóknarráðherrar sukkuðu, veit ég, mikið með þau opinberu hús og aðstöðu sem þau höfðu yfirráð yfir.

Davíð Oddsson var mjög oft með persónulega gesti sína og bandamenn í kvöldverðarboðum og drykkju í Ráðherrabústaðnum.

(Ég veit það, því ég bjó í Tjarnargötu þarna aðeins ofar og labbaði oft framhjá þegar að ýmsir fínir forstjórar voru að mæta á fund Davíðs.)

Rherrabstaurinn__Diddi_jpg_550x400_q95

Halldór Ásgrímsson bauð alls konar hópum úr Framsókn í bæði lunch og dinner í ráðherrabústaðinn þegar hann varð forsætisráðherra.

Þorgerður Katrín bauð SUS í Þjóðmenningarhúsið, sem hún hafði forsjá yfir. Og sjálfsagt fleiri hópum.

---

Einnig hef ég hef ég heyrt að ráðherrar Alþýðuflokks og Alþyðubandalagsins hafi ekki verið hótinu skárri á sínum tíma, 1987-1991.

En vinstri flokkarnir mega ekki við neinu slíku sukki í dag.


Athugasemdir

1 identicon

Nú ert þú kominn út á hálan ís á þessu bloggi sem á að vera faglegt - hefði skilið ef það hefði verið á eyjublogginu þínu - sem er persónu og pólitíska bloggið þitt.

"Sjálfstæðisráðherrar og Framsóknarráðherrar sukkuðu, veit ég, mikið með þau opinberu hús og aðstöðu sem þau höfðu yfirráð yfir."

Ingibjörg og Össur gerðu það náttúrlega ekki - eða hvað?

Aftur í Ráðhúsið.

Kannastu við félagsskap sem heitir Bríet?

Er hann nokkuð tengdur pólitík - Samfylkingu eða VG?

Bara spurði. Þau voru nefnilega í partýi í Ráðhúsinu í boði annarra heldur en Framsóknar.

Tók bara svona dæmi um partý vinstri flokkanna sem hneykslast núna á Óskari Bergssyni - en hafa gegnum tíðina haldið fullt af svona Bríetpartýjum í Ráðhúsinu - undir ýmsum nöfnum.

Ekki að það bæti stöðu Óskars - sem var að halda fund sem endaði með móttöku - innan þeirra reglna og hefða sem hafa verið innan borgarstjórnar um árabil.

Heldur rifja ég þetta upp til að sýna fram á ótrúlegan tvískinnung ykkar Samfylkingarmanna - og reyndar VG.

Í þessum "faglega" pistli þínum varst þú nefnilega að gera einmitt það sem er svo algengt hjá "óháður" fjölmiðlafólki sem fjallað hafa ums tjórnmálin, þmt. Framsókn - með algjöru "hlutleysi" - þingfréttaritararnir  Björg Eva - nú á Smugunni - málgagni VG - og Höllu núverandi aðstoðarmanni Ögmundar - eða Sigmundi Erni - núverandi frambjóðanda Samfylkingar - og fleiri og fleiri:

Gefið í skyn - án þess að segja þþað beinum orðum - enda ekki unnt að standa við það við nánari skoðun.

Gangi þér vel Andrés - með þessa "faglegu" síðu

Hallur M (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:56

2 identicon

Hallur M: hver nákvæmlega er tívskinnungur Andrésar í þessari færslu?

Sjálfur dylgjar þú í ummælum þínum og virðist þeirrar skoðunar að eitt sukk réttlæti annað?

Óskar Bergsson komst mjög illa frá Kastljósviðtalinu. Maður hafði heyrt af málinu fyrr um daginn og sjálfur vonaðist ég til að hann myndi nú skýra mál sitt og gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann gerði hið gagnstæða.

Pal I Sander (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það sem að mér finnst þó fara framhjá flestum í þessu máli Björn Jörundar er einfaldlega spurningin: Hvers vegna eru möguleg fíkniefna kaup hans fyrir ári síðan AÐAL frétt kvöldsins hjá Stöð 2??

Baldvin Jónsson, 19.2.2009 kl. 01:11

4 identicon

Mér fannst tvennt áhugaverðast við þetta dæmi með Björn Jörund í gær - að þetta væri fyrsta frétt í sjónvarpsfréttum 365 og svo að hann sagðist aldrei vera hættur í neyslunni.

Í fjölmiðlum í morgun virðist þetta svo vera komið út í skot á milli Bubba og Björns.

María Kr Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 08:54

5 identicon

Björns mál Jörundar kemur engum við nema honum sjálfum. Með réttu ætti það frekar að vera Héraðsdómur Reykjavíkur sem þyrfti á krísustjórnun í almannatengslum að halda. Það voru mikil afglöp að birta dóminn með nöfnum manna sem ekki voru fyrir rétti í málinu.

BS (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:20

6 identicon

Fannst þetta einstaklega góð og málefnaleg færsla hjá þér Andrés. Mér datt aldrei í hug PR fræði, heldur að Björn sýndi af sér manneskjulega hlið sem ég vona að sé honum eðlislægt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband