16.2.2009
Benedikt kynnir Framsóknarflokkinn
Smá frétt hérna úr heimi almannatengsla.
Held það hafi ekki komið fram neins staðar, en Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið ráðinn kynningarstjóri Framsóknarflokksins.
---
Framsóknarflokkurinn virðist annars allra flokka fljótastur að koma sér í kosningagírinn.
Ekki er nóg með að Alfreð sé mættur í Seðlabankann að semja um hægristjórn eftir kosningar, heldur er kosningalúkkið komið upp á vefnum.
Framsóknarmenn hafa í undanförnum kosningum ekki verið sérlega hrifnir af því að nota hið gamla nafn flokksins óbreytt í auglýsingum, heldur hefur yfirleitt verið hönnuð einhver svona "hipp og kúl" útgáfa af nafninu.
Hver man ekki eftir þessu merki frá því í síðustu kosningum:
Núna eru þeir svo komnir með enn eina útgáfuna:
Þetta var einhvern tíma:
En þeir vilja síður nota þetta klassíska:
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við tókum einmitt smá úttekt í síðasta tíma hjá Kristjáni á öllum heimasíðum flokkanna. Mjög áhugavert að bera þetta saman, og skoða mismunandi áherslur út frá markaðssamskiptapælingum :)
María (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:24
Þetta verður litið mál fyrir Framsóknarflokkinn
með Sigmund Davíð sem formann
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:21
Ég held við vitum öll að Framsóknarflokkurinn er ekki sá slyngasti í spuna og almannatengslafræðum. Þó málefnagrunnurinn og heilindin séu mikil í flokknum.
Það þarf lítið annað en að fylgjast með ímynd flokksins og umræðu um hann og fólk í honum til að sannfærast um það.
Það að tyggja á hinu gagnstæða er einungis sýning á því að Samfylkingin er sú albesta þegar kemur að spuna og almannatengslum.
Jón Finnbogason, 16.2.2009 kl. 20:41
Ég er ánægður með að flokkurinn tók aftur upp gamla góða merkið sitt. Mér skilst að merkið með manninum, konunni og B-inu hafi verið 90 ára afmælismerki flokksins frá 2006.
Varðandi "Ex-bé" logið hefur mér alltaf fundist það frekar bjánalegt. Lýsir eflaust mjög tíðarandanum þá.
Heiðar Lind Hansson, 16.2.2009 kl. 22:01
"Exbé" merkið var víst notað í síðustu sveitarstjórnarkosningum (2006) að mig minnir, ekki í síðustu kosningum.
Ef haldið er áfram með merkjaumræðuna er ég þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi að losa sig við þennan rauða punkt og taka upp rósina góðu. Allir SD flokkar á Norðurlöndum eru með hana, líkt og Alþýðuflokkurinn forðum.
Heiðar Lind Hansson, 16.2.2009 kl. 22:07
fyrir lógóáhugasama þá skúbbar eimreiðin með mynd af væntanlegu lógói framsóknar fyrir næstu kosningar
http://eimreidin.is/
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:06
Framsóknarmaddaman var eitt af "gömlu klisjunum" nú er það
FRAMSÓKNARMELLAN - og það með réttu!!!!!!!
ÞA (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 02:51
Sjálfgræðisflokkurinn haldi sig við ránfuglinn
prisco (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.