Leita í fréttum mbl.is

Júróvisjón

Ég fór sem gestafyrirlesari í mjög skemmtilegan tíma í endurmenntun HÍ í dag.

Var að tala um PR við fólk sem er að mennta sig í markaðsfræðum.

Fannst svo gaman að ég steingleymdi öllum tímamörkum og syndgaði umtalsvert upp á náðina hjá Kristjáni Geir kennara (og markaðsstjóra Nóa Síríus).

---

Meðal þess sem kom upp í umræðum okkar var Eurovision og PR í tengslum við það bæði hér heima og úti í Evrópu.

Valli Sport umboðsmaður Mercedes Club, er víst með Elektru (minna mig af einhverjum á stæðum á lagið "Við erum tvær úr tungunum") á sínum snærum.

Hefur "lekið" fréttum af þeim í blöðin síðustu vikur. Þeir eru sáttir við hann slúðurblaðamennirnir sem ég tala við.

---

Forkeppnin fór að mestu leyti framhjá mér, nema ég sá síðasta þátt og úrslitaþáttinn í kvöld.

Hafði ekki séð lagið með Ingó, "Undir regnbogann". Snilldar lag (ég kannast við höfundinn, hann Hallgrím).

ingo undir regnbogann

Hefði viljað sjá það fara til Moskvu. Hefði áreiðanlega farið vel ofan í Austur-Evrópubúann.

---

En Jóhanna Guðrún gæti líka náð góðum árangri. Hún var skemmtilega sjálfsörugg í viðtalinu.

Hrósaði lagahöfundinum en sagðist jafnframt telja að hún skilaði flutningnum líka þokkalega.

Gott hjá henni.

---

Ég er ekki sammála Katrínu.is. Aldrei þessu vant, þá voru lögin flest nokkuð góð.

 

 


Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér að lögin hafi ekki verið svo alslæm, hins vegar fylgdist ég með flestum þáttanna (verandi Júrófan dauðans) og í fyrri umferðum vorum lögin öll fremur slöpp, illa æfð og vandræðaleg.

 Eitt sem ég er hins vegar sammála Katrínu með er hvernig kynnunum, Ragnhildi og Evu, tókst að vera vandræðalegri en lögin... mér fannst þær fremur slappar í þessum gír. 

Örvar (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband