Leita í fréttum mbl.is

Er nafnið þitt neikvætt?

2080427802IMG_0587_1050598478


Í starfi mínu sem almannatengill, hitti ég stundum fólk sem hefur áhyggjur af því að vera nafnar einhverra sem umdeildir eru í samfélaginu. 

Þetta fólk leggur mikla áherslu á að maður noti millinafn þeirra (ef um slíkt er að ræða) í fréttatilkynningum, til aðgreiningar frá óvinsælu alnöfnunum.

Mér er minnistætt dæmi um forstjóra hér í bæ, en fullt fornafn hans og eftirnafn hljómaði ekki ósvipað nafni eins af forsprökkunum í olíusamráðinu. En jafnvel þó að nafnið væri ekki einu sinni hið sama, þá lagði hann mikið upp úr því að nota millinafnið sitt út á við.

---

Nú sýnist mér að ný hlið á þessu fyrirbæri sé að fæðast.

En það er þegar að fólk flýr undan eigin nafni.

Ég hef séð að nokkrir bankamenn nota aðra samsetningu á nafninu sínu í dag, en þeir gerðu fyrir nokkrum misserum.

Síðan sé ég að fyrrverandi yfirmaður fjölmiðlafjárfestinga Baugs, Þórdís Sigurðardóttir, var að halda fyrirlestur á Grand hótel í gær, fyrir fullan sal af fólki um krísustjórnun og uppbyggingu Íslands.

Ég viðurkenni að ég þekki málefni Baugs eða Teymis, eða hvað þetta heitir allt saman, ekki sérlega vel.

En utan frá séð hefur mér sýnst stjórnendur Baugs vera einhverjir verstu krísustjórnendur sem fyrirfinnast og að þá vanti alla tilfinningu fyrir PR-i.

---

Nærtækt dæmi eru yfirtakan á 365 miðlum og vanhugsaðar yfirlýsingar í fjölmiðlum vegna deilna um yfirráð Teymis yfir símafélaginu Tal.

Enda hefur ímyndarhrun Baugs og tengdra fyrirtækja og stjórnenda verið jafnvel enn hraðara en viðskiptahrun sama fyrirtækis.

---

En semsagt.

Sú sem hélt erindið í gær, hún heitir núna Þórdís Jóna Sigurðardóttir.

---

Uppfært kl.14:06.

Tek fram að ég hef ekkert við það athuga í sjálfu sér, að fólk noti þá samsetningu á nafni sínu sem það sjálft kýs.

Finnst þetta bara áhugavert.

Ég stend hins vegar við það að Baugur eru PR-skussi síðasta árs. Held að þau og fleiri hafi þurft á því að halda að komast aftur niður á jörðina.


Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ótrúlegt.  Héreftir kemur ekkert mér á óvart lengur.

 -Ekki boffs.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Ibba Sig.

Eina alvöru krísustjórnunin sem kemur frá þessum anga viðskiptalífsins er að draga Jóhannes í Bónus í drottningarviðtöl í fjölmiðlum þegar eitthvað bjátar á.

Yfirleitt er karlinn bara að dunda sér á Akureyri og sést ekki mikið. En svo dúkkar hann upp í fjölmiðlum, alltaf í kjölfarið á neikvæðum fréttum um þessi fyrirtæki. Taktu eftir þessu, ferlega fyndið. 

Ibba Sig., 12.2.2009 kl. 13:51

3 identicon

Ofan á allt saman veit Jóna ekki einu sinni  að það er gamalt og fallegt íslenskt orð yfir barometer: Loftvog.

Örn (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:56

4 identicon

Já þetta er dáldið skondið. En þessi ágæta kona er líka systir Hreiðars fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, þó það skipti kannski ekki öllu máli.

Hildur P. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:28

5 identicon

Í þessu samhengi er gaman að segja frá því að Jón Ásgeir kennir hálfan siðfræðiáfanga í háskólanum. Hann er samt ekki Jóhannesson.

Helgi Vífill (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:44

6 identicon

Þetta er hin dásamlega útfærsla fjálshyggjunnar á krísustjórnun.

Í stað þess að líta í eigin barm, raunverulega greina hvað klikkaði (og jafnvel læra af því) þá vaða menn strax í "re-branding" og reyna að skilgreina sig og markaðssetja sig frá vandanum. 

Eitt besta dæmi síðari tíma hefur verið umræðan á FOX sjónvarpsstöðinni: "The Republican party needs a re-branding" sem á okkar ylhýra útleggst: "sama gallaða varan í nýjum umbúðum".

Óþægilega mörg dæmi hafa dúkkað upp nýlega í þessa veruna; heilsíðuauglýsing frjálshyggjunnar (ó, það hlýtur þá allt að vera í góðu lagi á Íslandi), Þórdís Jóna Sigurðardóttir (voða gott að hafa konu í stjórnunarstöðu í ábyrgu fyrirtæki, rauðhærðir ERU minnihlutahópur), Framsóknarflokkurinn (rofl), Bjarni Ben (sans Olíusamráð, Engeyjarætt og Stjórnarformaður Íslands) og auðvitað alskeggið á Gunnari Smára (alþýðumaðurinn er nú væntanlegur í nýjum umbúðum: flannelskyrtu).

Ætli þau átti sig á því að með hverri afborgun húsnæðislána munum við ó-svo-glöggt hver þau eru?

Eitthvað segir mér að þjóðin muni ekki bugta sig jafnt djúpt og áður fyrir nýríkisbubbunum eftir að niðurgreiðslan hætti á Bónus-vaselíninu.

Þórlaug (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband