Mér sýnist að Twitter sé loksins að ná flugi á Íslandi.
Það er frábært.
Fyrir netfíkla eins og mig er þetta snilldar tengslanets-tæki. Tekur skamman tíma, er persónulegt og gefur manni instant-fídbakk.
---
Hér er 5 mínútna gömul skjámynd af twittersíðunni minni.
Þarna erum ég og einhver íslenskur Twittari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gogocic í heimspekilegum umræðum um kalt kaffi.
---
Fyrstu hóparnir til að taka Twitter upp á arma sína á Íslandi eru forritarar, hönnuðir og tónlistarfólk
Líklega hefur verið farið yfir Twitter-æðið úti á ráðstefnunni um markaðssetningu tónlistar á netinu sem haldin var um daginn - í tengslum við Airwaves held ég.
En nú hlýtur að vera sprenging framundan. Finn það á mér. Þetta er á leið í svona eitthvert Facebook-adaption- mode núna.
---
Sjálfur las ég fyrst um Twitter fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar að bloggari sem ég les stundum, sagði frá því að hann hefði twittað um að hann væri staddur í NY og að gamall vinur hans, sem var staddur það líka, hefði séð það og þeir því náð að hittast og fá sér kaffi.
Skráði mig svo fyrir rúmu ári, prófaði að skrá mig í sms-þjónustuna í gegnum Bretland, sem síðar var lokað þannig að það takmarkaði aðeins gagnsemina, þar sem að ég þrjóskast enn við að fá mér smart-síma.
---
En nú er ég semsagt kominn með slatta af íslenskum Twitter-notendum í Digby strauminn hjá mér.
Og finnst ég vera orðinn helvíti vel plöggaður inn í það sem er að gerast hérna á Fróni farsældar :)
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm Twitter er nú ekkert nytt af nálini á Íslandi. Er búin að vera að Twitters "off and on" í meirra en ár ásamt nokkrum öðrum íslendingum sem eru ekki tónlistarmenn, forritara eða álíka. :P
Spurning frekar hvort menn hafi ekki bara verið að grípa það á lofti hérna á íslandi þar sem fjölmiðlar hafa ekki gert það "hot" ennþá.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.