Leita í fréttum mbl.is

Forstjórinn með flugnaspaðann

PR klúður dagsins.

Þeir hefðu getað sagt sér það sjálfir, Toyota-menn, að svona vanstillt viðbrögð kæmust í hámæli.

Hversu margir lásu bloggfærsluna um forstjórann?

Hversu margir heyra af málinu nú?

---

Þessi uppsögn bifvélavirkjans bloggandi er, tel ég, birtingarmynd mikillar gremju margra toppanna í samfélaginu út í bloggið, sem þeir kenna (frekar en sjálfum sér) um minni virðingu sem borin er fyrir þeim í dag.

Einn maður sem ég kannast við, ágætur maður sem umgengst starfs síns vegna mikið af auðmönnum Íslands, bergmálaði þetta viðhorf á fundi sem ég sat um daginn.

Þar sagði hann að tilkoma bloggsins væri það alversta sem komið hefði fyrir þjóðina.

---

Persónulega finnst mér að það hafi frekar verið þöggunin og þýlyndið sem kom okkur í bobba.

Mörg fyrirtæki settu það inn í starfssamninga sína, þegar að uppgangurinn stóð sem hæst, að starfsmenn mættu ekki tjá sig opinberlega. Ekki bara um málefni bankans, heldur "tjá sig opinberlega punktur!"

Það var fyrirtækjakúlturinn sem kynnti þöggunina til sögunnar á Íslandi.

Samningar um trúnað sem gengu allt of langt - í raun gegn þjóðarhag.

---

Bloggarinn er hetja.

Úlfar forstjóri kemur illa út úr þessu dæmi. Hann er forstjórinn með flugnaspaðann, sem kremur litlu flugurnar sem suða í eyrun á honum.


Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr Andrés, núna eru nýjir tímar.

Núna segjum við bara satt ;)

Baldvin Jónsson, 5.2.2009 kl. 12:30

2 identicon

Góð og rétt færsla.  Mikil synd að margir stjórnendur eru ekki hæfari en raun ber vitni.

joð (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:13

3 identicon

Úlfar í úlfagæru!

NB (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Kristján Logason

Sá sem gagnrýnir bloggið á þennan hátt hefur ekki lesið mikið af markaðssneplum nýlega. Hér tröllreið bloggið allri markaðssetningu í útlöndum.

Bloggið er bara almannarómur á hraðferð. Sagan hefði sjálfsgt dreift sér samt en mun hægar.

Hið vonda er hversu illa var fyrir okkur komið með þöggun. Ef þú vogaðir  þér að gagnrýna rangan aðila varst þú rekin eða þér tjáð að þú fengir aldrei starf værir þú sjálfstæður.

Menn eiga enn erfitt með að skilja mun á persónu og starfi. Hvða þá persónulegum skoðunum og starfi.

Vonandi kemst lýðræðisleg umræða vel í gang aftur í þessu þjóðfélagi og menn hafi ekki svo slæma samvisku að þeir verði að fela og þagga allt. Geti tekið gagnrýni sem jákvæðni og vilja manna til að breyta til. 

Þeim sem gagnrýnir  fyrirtækið sitt er greinilega ekki alveg sama um það.

Kristján Logason, 5.2.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það á líka að gera fyrirtækjum óheimilt með öllu að setja slíkt inn í ráðningarsamninga. Þá hvílir á verkalýðsfélögunum að taka upp þennan þátt. Bloggið lifi!! Nú þurfa menn að fara vanda sig í vinnubrögðum og hvað þeir segja. Lifi bloggið! 

Haraldur Haraldsson, 5.2.2009 kl. 19:08

6 Smámynd: Þórður Bragason

Já, e.t.v hefðu stjórnendur átt að haga sér betur, að reka manninn var að sjálfsögðu harkaleg aðgerð og tilefnið e.t.v ekki rétt.

Ég hefði aldrei heyrt neitt um þetta ef ...
1. Forstjórinn hefði ekki fengið jeppann góða
2. Bloggarinn hefði ekki fjallað um málið á netinu
3. Bloggarinn hefði ekki verið rekinn fyrir skrif sín

Samt gerðist þetta allt og ég hafði ekki hugmynd um það, líkt og margir aðrir

En það sem kom þessum skilaboðum til mín var umfjöllun um málið á mbl.is, sem hefði reyndar aldrei orðið nema að allt ofantalið hafði þegar átt sér stað.

En svo hin hliðin...

Til hamingju Toyota, slæmt untal er e.t.v betra en ekkert umtal, var það e.t.v það sem fiskað var eftir ???

Þórður Bragason, 5.2.2009 kl. 19:25

7 identicon

Sá að spuninn er byrjaður, AMX er að verja Toyota umboðið í dag.

http://www.amx.is/fuglahvisl/3866

Hannes (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband