Leita í fréttum mbl.is

Grein Bjarna

Bjarni Ármannsson er, þrátt fyrir augljós mistök í bankabrallinu, ákaflega slyngur maður.

Hann markaðsetti eigin ímynd með mjög góðum árangri lengst af.

bilde?Site=XZ&Date=20071104&Category=FRETTIR01&ArtNo=71104035&Ref=AR&NoBorder

Gekk svo langt að einhverjir voru í fullri alvöru farnir að orða hann við Bessastaði.

-----

Grein hans í Fréttablaðinu í dag er dæmi um góða tilfinningu hans fyrir almenningsálitinu.

Vissulega er þetta ekki nóg til þess að öll þjóðin fyrirgefi honum á einu bretti, en með því að vera fyrstur útrásarvíkinga til þess að óska eftir syndaaflausn - þá ávinnur hann sér dýrmæta inneign inn í framtíðina.

-----

Ekki það að hann geti ekki verið fullkomlega einlægur í þessu um leið. Ég trúi vel að hann geti verið búinn að átta sig á villu síns vegar.

En það er skynsamlegt hjá honum að skýra frá þeirri niðurstöðu opinberlega.

Ímynd íslenskra athafnamanna hefur rýrnað jafnvel hraðar en bankainnistæður þeirra og það eiga margir þeirra erfitt með að horfast í augu við.

Skrifa bitrar greinar, frekar en einlægar.

-----

Annar maður, sem hefur náð að viðhalda orðspori sínu í þokkalegu standi í gegnum þetta allt, er Þorsteinn Már Baldvinsson.

Að hann skuli hafa gefið 50 milljónir til ýmissa góðgerðaeverkefna á Norðurlandi, á sama tíma og hann hefur að öllum líkindum verið að tapa stórum hluta eigna sinna, er aðdáunarvert.

Greyið Björgólfur eldri, sem þó hefur verið afar gjafmildur í gegnum tíðina, varð að draga gjöf til sjónvarpsframleiðslu tilbaka. Svo blankur virðist hann vera orðinn.

-----

En það sem svíður og það sem mun væntanlega ganga endanlega frá orðspori margra hinna svokölluðu útrásarvíkinga; er það ef þeir verða uppvísir af því að koma undan stórum upphæðum, meðan að víxlar þeirra falla á almenning.

Það mun þurfa meira til en falleg bréf og einlæg einkaviðtöl til að lækna slík sár.

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Jónsson

Það er mikið til í þessu hjá þér Stefán. Ég leyfi mér hér að varpa ljósi á þetta svona út frá ímyndarfræðilegu sjónarhorni hérna.

En það er erfitt að breiða yfir þá staðreynd að Bjarni gekk út með milljarða, meðan venjulegar fjölskyldur gætu þurft að taka á sig verulegar byrðar til að borga skuldir bankans.

Andrés Jónsson, 5.1.2009 kl. 11:34

2 identicon

Þessi grein er algjört yfirklór og ekkert annað. Þessi maður stakk af til Noregs með milljarða úr íslensku hagkerfi og ég vil bara ekki sjá hann hér aftur. Allra síst á Bessastöðum þó svo að sá sem þar situr nú sé ekki hátt skrifaður hjá íslensku þjóðinni þessa dagana.

Soffía (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvar geymdi Bjarni milljarðana sína eftir að hann fór frá Glitni? Varla hefur hann farið að geyma þá hjá Glitni? Ætli hann hafi átt nokkur hlutabréf eftir?

Sigurður Hreiðar, 5.1.2009 kl. 15:05

4 identicon

Þorsteinn Már var með gjöfum þessum að kaupa sér frið og álit sem hann hafði tapað. Það er slakt ef fólk fellur fyrir þessu enda tjónið sem hann átti þátt í að vinna mörgþúsundfalt meira en sú upphæð sem sem hér um ræðir.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:08

5 identicon

Slyngari en anskotinn Andrés þar sem hann steig út úr hringiðunni á réttum tímapunkti.  "Rann" af honum.  Í staðinn var Lárus Welding keyptur og fengið það hlutverk að komi skikk á rekstur bankans. Ásamt Þorsteini Má.  Var bara of seint, skaðinn skeður. Eina syndaaflausn Bjarna væri að "skila" milljörðunum til baka.  Fyrsta upplifun mín á greininni var að við stöndum frammi fyrir því að borga dýrasta fjármálanámskeið sögunnar.  Virtist enginn kunna neitt í upphafi.  Og ólíklegt að nokkur hafi lært nokkuð.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður Hreiðar:

Ég spurðist fyrir um þetta einhvertíma og mér var sagt að Bjarni Ármannsson hefði selt öll hlutabréf sín í Glitni.

Önnur heimild segir að hann hafi tapað litlu sem engu á þessu hruni, enda vissu hann og hinir skúrkarnir nákvæmlega hvað þeir voru að gera.

Enn önnur heimild segir mér að margir þessara manna hafi frá því í byrjun síðasta árs unnið ötullega í því að koma sínum peninga í eins öruggt skjól og hægt er - þýsk ríkisskuldabréf.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.1.2009 kl. 16:47

7 Smámynd: Halla Rut

Þegar hans góða orð fór fyrst að rýrna þá byrjaði hann allt í einu að pompa upp í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum, og það allt jákvæðum þáttum eins og gamanþáttum og hjá Evu Maríu. Hann gekk svo langt að skreyta sig með alþýðlegum og öldruðum foreldrum sínum svona til að leggja enn frekari áherslu á það sem hann vildi að við trúðum, þ.e.a.s. að hann væri heiðarlegur og góður Íslenskur manngæðingur.

Hann er klár. Því er ekki að leyna. En allir Íslendingar eru ekki fávísir þótt flest okkar hafi sofið á verðinum og neitað sannleikanum um stund. Okkur er svo ofboðið að þetta verður ekki fyrirgefið sama hvaða "P.R. stunt" þeir koma með.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 17:05

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Horfði á gott viðtal við Bjarna Ármannsson í Kastljósinu. Hann talaði þar af mikill hreinskilni um sinn þátt í ofvexti peningakerfisins og þá þætti sem honum finnst að unnir hafi verið af óvarkárni. Hann upplýsti líka að hann hefði endurgreitt Glitni 370 milljónir sem hefi verið sú upphæð sem hann fékk í sinn hlut við starfslok hjá Glitni. Hann var þarna að gera það sem svo margir hafa krafist, að viðurkenna mistök, viðurkenna ábyrgð og greiða til baka. Eflaust finnst einherjum að ekki sé nóg að gert, en ég tel að hann hafi með grein sinni, Kastljósviðtalinu og endurgreiðslunni, verið að opna á leið fyrir fleiri til að gera hreint fyrir sínum dyrum með einhverjum hætti. Ég tel að Bjarni hafi reyndar verið nokkuð varkár miðað við ýmsa aðra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 23:32

9 Smámynd: K Zeta

Bjarni er sennilegasta sá slyngasti sem við eigum en hann gerir engan greinarmun á "friends or foe"  Svona mikil greind og innsæi í bland við siðblindu og kapp getur ekki annað en skaðað allt sem maðurinn kemur nálægt.  Vonandi fellur þjóðin ekki fyrir þessu smáræði sem hann er að henda tilbaka og minnist hvernig hann næstum hafði borgarstjórn Reykjavíkur af fíflum, í eigin ágóðaskyni.

K Zeta, 6.1.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband