9.12.2008
Keyptu Stork á yfirverði á versta tíma
"Eyrir Invest óskaddað af bankahruninu" er aðalfyrirsögnin á viðskiptasíðu Fréttablaðsins.
Það má heita gott hjá þeim að fá þessa fyrirsögn. Samt kemur fram að þeir þurfa að kaupa Landsbankann út úr dílnum og yfirtakan á Stork tók mikinn tíma og þurfti á endanum að greiða hátt verð fyrir fyrirtækið.
Eyrir sér væntanlega ýmis tækifæri í Stork og samþættingu þess við Marel. Stóra fréttin er hins vegar sú að þessir menn fóru í stærstu yfirtöku í Hollandi þess árs í Hollandi, rétt áður en eignaverð í heiminum hrundi margfalt.
Það er ekkert "óskaddað" í því.
---
Í nafnlausum dálki Markaðarins, Peningaskápnum, er síðan skotið létt á sjónvarpsmanninn Egil Helgason, en Egill og Björn Ingi Hrafnsson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, hafa eldað grátt silfur saman undanfarið.
Sú var tíð að Björn Ingi var fastagestur í þætti Egils. Það er liðin tíð.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.