7.12.2008
Almannatengsl ríkisstjórnarinnar
Það sem Jón Daníelsson hagfræðingur var að gagnrýna í Silfri Egils kemur inn á mjög algengt viðfangsefni í starfi almannatengla.
Hvort gefa eigi aðgang að óþægilegum upplýsingum eða ekki?
Jón segir óvissuna skaðlega:
Ég er talsmaður þess að gefa ávallt allar upplýsingar strax. Það er í samræmi við nýjustu kenningar PR-fræðanna að gera það og okkar siðareglur raunar. En það er stundum erfitt að sannfæra umbjóðendur okkar almannatengla um þetta.
Þeirra afstaða er sú að segja ekkert nema maður að hafi eitthvað jákvætt að segja.
Skiljanleg afstaða að sumu leyti. En hún býður þeirri hættu heim að fólk fái á tilfinninguna að það sé verið að halda eftir upplýsingum og getur það dregið enn meira úr trausti, heldur en ef fólk fær upplýsingar sem eru neikvæðar.
Jón kemur með ágætis rök fyrir einmitt þessu í þessu síðara broti úr Silfri dagsins:
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.