Leita í fréttum mbl.is

Styrmir í PR-bransann?

Samkvæmt þessu þá er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins farinn að stýra fjölmiðlastrategíu seðlabankastjóra.

Hringir í annan aldraðan ritstjóra á eftirlaunum. Og pantar hjá honum spurningar sem henta.

Þetta kallast að stýra upplýsingamiðlun.

Ansi athyglisverð uppljóstrun hjá Orðinu á götunni.

---

styrmir

 

 

 

 

 

 



Sumir hafa viljað halda því fram að pólitískt pr sé í raun réttnefni á því starfi sem Styrmir Gunnarsson sinnti öll þessi ár á ritstjórastóli Morgunblaðsins.


Athugasemdir

1 identicon

Varla hélstu að þú einn ættir að sitja um hituna?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað kemur aldur þessu við? Nema þú sért að reyna að gera lítið út góðum manni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.12.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Andrés Jónsson

Voðaleg viðkvæmni er þetta minn kæri Sigurður. Þú ert að meina þetta hér eða hvað?

"Hringir í annan aldraðan ritstjóra á eftirlaunum."

Eru þetta ekki bara stðareyndir. Orðið á götunni tók fram að danski ritsjtórinn væri aldraðu rog á eftiorlausnum og sama gildir um Styrmi. Hann er um sjötugt á eftirlaunum.

Ef þú lest aldurfordóma úr þessu, þá held ég að þú þurfir að skoða frekar þitt eigið hugarfar.

Andrés Jónsson, 5.12.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hugarfar mitt er í stöðugri endurskoðun sökum aldurs ... Brýn þörf á slíkri tiltekt.

Les samt enga aldursfordóma út úr þessu hjá þér. Bara þetta eina; aldur kemur málinu ekkert við. Sem stílbragð er þetta líka alveg grútmáttlaust.

Þá er bara eitt eftir, minn kæri, og ég segi það enn og aftur: Þú ert að reyna að gera lítið úr góðum manni.

Af því að þú ert svo vinsamlegur að gefa mér ráð þá vil ég ekki vera síðri svona á aðventunni: Skrifaðu málefnalega. Þú gerir það oft og það fer okkur öllum betur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.12.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Andrés Jónsson

Sæll aftur, og takk fyrir að lesa þetta blogg.

Ég reyni nú yfirleitt að sýna aðgát í umfjöllun um menn. En það er ágætt að vinir þeirra stökkvi til varnar ef þeim finnst á þá hallað.

Ég er ekki sammála því að þetta sé ómálefnalegt sem ég segi, heldur bara sannleikurinn. Og ég tel jaframt að Styrmir Gunnarsson, höfundur rætinna pólitískra skrifa í Staksteinum í áratugi, hann þoli alveg að fjallað sé um störf sín og geti sjálfur svarað fyrir sig, telji hann ástæðu til.

Ef það var eitthvað sem vefdagbækur Matthíasar sýndu manni fram á að, þá var það það að margfalda þyrfti með tveimur, frekar en að deila í, þegar pólitísk afskitpi ritstjóra Morgunblaðsins eru annars vegar.

Góðar kveðjur til þín Sigurður og takk líka fyrir hrósið.

Andrés Jónsson, 5.12.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband