Leita í fréttum mbl.is

Karla- og kvennavinnustaðir

gender Ég er með skrifstofu undir sama þaki og sæmilega stór karlavinnustaður.
Í raun mætti kalla hann karlrembuvinnustað - svo mikill er hrútsbragurinn stundum.

-----

Nokkrum sinnum í viku þarf ég að kíkja á annan vinnustað sem ég vinn talsvert í kringum - skrifstofur Iceland Express í Grímsbæ.

Þar er alltaf allt hreint, niðurskornar gráfíkjur og döðlur í skál, allir voða kammó og melló.

Enda kvennavinnustaður.

Á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta, þar verða karlarnir (þessir örfáu) fyrir kvenlegum áhrifum og eru jafn tillitsamir og samvinnuþýðir og konurnar.

Mér finnst þetta voða notalegt andrúmsloft. Öll þessi hjálpsemi og tillitsemi. Ég vann einu sinni í lítilli fjármálastofnun þar sem konur voru í meirihluta og leið voða vel þar.

-----

Ég læt það vera, að lýsa einkennum þeirra karlavinnustaða sem ég hef unnið á. Þó að það sé margt skemmtilegt sem gerist þar líka.

-----

Hér má sjá mynd sem ég smellti af nokkrum starfsmönnum markaðsdeildar Iceland Express. Snorri, Valgeir og Siggi standa hjá Birnu markaðsstjóra.

IEX skrifstofa

Eins og sjá má þá eru þeir glaðir með lífið, þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta á vinnustaðnum.

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hey, vinnurðu fyrir Ice Express?  Flott er það.

Þá hefurðu væntanlega getað fylgst vel með sokka ævintýrinu frá Gogogic. Það var hrikalega flott project fannst mér og skemmtilegt.

Endilega vísaðu á Gogogic menn, þeir eiga það virkilega skilið

Baldvin Jónsson, 20.11.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég vinn mest nálægt konum þótt strákar séu þarna líka, krúttin. Líður mjög vel með stelpunum. Samt hef ég heyrt því fleygt (en ekki upplifað það) að kvennavinnustaðir séu gegnsósa af slúðri og viðbjóði og að konur séu konum verstar osfrv.. Mikið var gaman að lesa bloggið þitt um sannleikann í málinu ... a.m.k. eins og ég hef upplifað hann og eflaust miklu fleiri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband