21.11.2008
Stofnun nýs fyrirtækis - Dagur 3
Seinnipartinn á miðvikudag fékk ég hugmynd að litlu fyrirtæki sem ég gæti startað meðfram almannatengslastofunni.
Þetta er svona vefsíða.
Segjum ekki meira í bili, nema að hún leysir ákveðið vandamál fyrir fólk og fyrirtæki og gæti mallað nokkurn veginn óstudd. Og vonandi skilað nokkrum krónum í kassann.
-----
Stefnan mín er að opna síðuna 5. desember (eftir 2 vikur).
Ég er bara að vasast í þessu meðfram vinnunni minn. En þetta gengur engu að síður nokkuð hratt.
Miðvikudagskvöldið:
Skrifaði fyrstu drög að viðskiptaáætlun, átti fund með vefforriturum um að taka verkið að sér, fékk jákvætt svar frá teiknara um að teikna fyrir mig logo-ið og ákvað að velja hugmynd nr.2 að léni.
Fimmtudagurinn:
Komst ekki jafn mikið í þetta. En kannaði með útlitshönnuð og fann þann sem ég vildi. Vann í viðskiptaáætluninni og fékk mikið af góðum hugmyndum. Fór á starfsmannafagnað hjá einu af samstarfsfyrirtækjunum mínum og sagði nokkrum kollegum mínum frá hugmyndinni. Var mjög gott. Fékk jákvætt fídbakk og nokkrar gagnlegar spurningar. Sem leiddi til þess að ég hringdi í vin sem er lögfræðingur og fékk hjá honum ráð varðandi nokkur atriði.
Föstudagur:
Í dag ætla ég að heyra í Impru og spyrja út í nokkur atriði. Ég ætla líka að kaupa lénið og fá hýsingaraðila. Já... þarf eiginlega að gera tékklista um hluti sem ég þarf að gera í dag og verður að gera á hefðbundnum skrifstofutíma. Síðan ætla ég að reyna að vinna í verklýsingu fyrir forritarana um helgina, meðfram mótmælastöðu, fundarsetu og félagslífi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er þetta hressandi að lesa í annars neikvæðu andrúmslofti samdráttar.
Þú er hreinlega frískur blær
Gangi þér vel með þetta.
kveðja,
Bára
Bára (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 08:16
Gott hjá þér. Engin barlómur.
Hvernig miðar?
Jón Ragnar Björnsson, 30.11.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.