Leita í fréttum mbl.is

Snillingar fæðast ekki

28578324Í síðustu færslu var ég að tala um hvernig fólk ofmetur verðmæti hugmynda. Jafnvel þannig að það skemmir fyrir sér með því að halda þeim leyndum að óþörfu.

Nýjasta bók Malcolms Gladwell, Outliers, tekur á ekki alls óskyldri mýtu.

Hann segir að snillingar fæðist ekki - þeir fái bara betri sénsa en aðrir og leggi harðar að sér.

Þessi kafli
, sem Guardian birti fyrir formlega útgáfu, er ansi áhugaverður.

-----

Þetta er auk þess mjög söluvænlegur undirtitill: "Why some people succeed and some don't".

Á örugglega eftir að seljast jafn vel á flugvöllum og "Emotional Intelligence" og "Strengthsfinder 2.0".

Tvær af slappari bókum sem ég hef asnast til að grípa með mér á ferðalagi.

Tek fram að Gladwell skrifaði þær ekki.


Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta tónar vel við mínar hugmyndir um að það eru almennt þessir duglegri sem virðast vera "heppnari" í lífinu.

Með því að bjóða sig fram, fá menn einfaldlega fleiri möguleika.

Baldvin Jónsson, 19.11.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ætli hann minnist einhvers staðar á Mozart?

Mozart skorti víst reyndar allt viðskiptavit, svo það er ólíklegt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Andrés Jónsson

Já, hann minnist á Mozart.  Kenning hans um þrotlausa vinnu í 10 ár til að ná í úrvalsflokk er m.a. studd dæmi um Mozart. Ef þú fylgir tenglinum á Guardian þá geturu lesið um þetta í bútnum sem er birtur þar.

Andrés Jónsson, 19.11.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, karl faðir hans (Mozarts) pískaði hann víst áfram við æfingar.

En hefði hann fengið hæfileikann til að semja þessu dásamlegu tónlist bara við það? Hann hlýtur að hafa fengið óvenjulega hæfileika í vöggugjöf, ásamt því að eiga föður sem lagði allt í sölurnar til að gera hann að snilldarpíanista (ásamt systur hans, og á hennar kostnað á vissan hátt, minnir mig - kannski einhver vitleysa í mér).

Til samans skapaði þetta meistara.

Einhvern tíma heyrði ég að snilld byggist á 1% á hæfileikum og 99% á vinnu - má vera. Ég hef aldrei þekkt neinn snilling, bara heyrt um þá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:23

5 identicon

Sæl,

 Vil kannski benda á að Gladwell hefur skrifað tvær  aðrar, snilldarbækur, The Tipping Point og svo Blink. Þykist vita að þeir sem hafa lesið þær bíða spenntir eftir að komast yfir þessa.

kv.g

gylfi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:04

6 identicon

Ég bíð mjög spennt eftir þessari bók en hún verður komin í Skuld bókabúð 1. desember

Kveðja Dögg

Dögg Hjaltalín (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Andrés Jónsson

Gylfi: Já... Ég á Tipping Point en ekki Blink.

Dögg: Mátt endilega bæta henni við pöntunina mína hjá Skuld. Maður verður að fara að huga að uppbyggilegum jólagjöfum til sjálfs sín ;)

Andrés Jónsson, 21.11.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband