16.11.2008
N1 = íslenskt hvað?
Var að hlusta á Rás 2 um daginn og datt inn á langan og dramatískan leiklestur á goðsögninni um íslensku landvættina.
Kom í ljós að um var að ræða útvarpsauglýsingu frá N1 - "Enn-einum" (áður Esso).
-----
Síðan hef ég líka séð sjónvarpsauglýsingu, byggða á þessari hugmynd, þar sem að auglýsingafyrirsætur fara í hlutverk einhvers konar nútíma-landvætta og halla sér upp að merki N1.
Skilaboðin eru "MEIRA ÍSLENSKT Í LEIÐINNI"
En ég skil ekki alveg tenginguna. N1 selur fyrst og fremst innflutta vöru. Framleiðir ekki neitt.
-----
Ekki það, auðvitað vinna Íslendingar í hinum ýmsu deildum Olíufélagsins N1.
En ég hef frekar kallað það galla en kost, að ekki sé nein raunveruleg samkeppni á þessum markaði. Ég neyðist til að velja innlenda olíudreifingaraðila.
Hvað þá að ég geti valið á milli íslenskra og erlendra orkugjafa.
-----
Hver er því kjarninn í auglýsingunni?
Vildi N1 bara nýta sér ríkari þjóðerniskennd Íslendinga á þessum síðustu og verstu?
Eru þeir bara að hugsa eins og sölumenn sjónvarpstækja þegar að kemur að Eurovision eða stórmóti í handknattleik?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að ég sjálfur hafi orðið hvumsa við að sjá þessa sjónvarpsauglýsingu finnst mér hún eiga mun meiri rétt á sér en sú frá Herragarðinum, hvar segir: „Verslum í íslenskum verslunum - Sand, Boss, ....“
Með „Meira í leiðinni“ hefur N1 reyndar verið að auglýsa „allt hitt“ - sælgæti, gos og annað slíkt - sem að miklu leiti til er íslenskt.
Jónas (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:05
Það er allt reynt í dag og misjafnlega smekklaust. Td. er þessi útfærsla af skjaldarmerkinu þar sem fólki er stillt upp í stað vætta og N1 lógó í stað fána alveg misheppnuð og lýsir einhverju mikilmennskubrjálæði.
101moi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:42
Ja, þetta er nú ekki alveg rétt. N1 hefur unnið merkilegt frumkvöðlastarf í sölu á innlendum orkugjafa - metani.
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:41
Örn Úlfar: Takk fyrir að leiðrétta það. Ég var búinn að gleyma því. Á hvað mörgum stöðvum er það í boði?
Andrés Jónsson, 19.11.2008 kl. 13:12
Sæll Andrés.
Heyrði í dag að það skemmtilega við þessa N1 "íslensku" landvættaauglýsinguna með skjaldarmerkinu utanum, að tónlistin sem er spiluð er ALLS EKKI ÍSLENSK, ennein vitleysan á þeim bæ...
Kv.þj
Þórður J (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.