Leita í fréttum mbl.is

Hvernig gengur? Er nóg að gera?

andres_jonsson_kynningarstjori_090677-4709_712831.gifJæja, það er kominn tími til að lífga þetta blogg við.

Er búinn að vera að veltast með það, hvernig ég eigi að blogga á þessari bloggsíðu vinnunnar minnar.

Hvað eigi heima hér og hvað eigi heima á prívat-blogginu mínu á Eyjunni.

En svo rifjaðist upp fyrir mér gamalt og gott ráð:

Don't take yourself so goddamn seriously!

-----

Þannig að ég mun bara blogga um starfið mitt hér á þessari síðu og ekki spá of mikið í þessu.

En inn á milli ætla ég að reyna að vísa á góð skrif um markaðsmál, PR og samfélagsmiðlun.

Þannig að vonandi geta einhverjir haft af þessu eitthvað gagn.

-----

Nóg um það.


Spurningin sem ég heyri oftast þessa dagana er: "Hvernig gengur? Er nóg að gera?"

Svarið er: "Já, það er feikinóg að gera!"

Enda svo sem ekki erfitt að finna verkefni fyrir fyrirtæki með bara einn fastan starfsmann (auk einstaka verktaka).

En auðvitað eru ekki allir svona heppnir þessa dagana. Og ég á marga og vini og kunningja sem eru óvissir um framtíðina og þurfa að leita nýrra tækifæra.

-----

storu_pr_stofurnar_logo.jpgSjálfsagt verður einhver samdráttur í íslenska PR-bransanum. Ekki síst á stærri stofunum.

En heilt yfir er PR í sókn, sem hluti af samskiptaleiðum fyrirtækja, félagasamtaka og stofnanna. Eðli verkefnana mun hins vegar breytast.

Það verður minna um alls kyns bruðl og sýndarmennsku-verkefni hjá fyrirtækjum. En ég sé fram á ágæta aukningu í mörgum öðrum hliðum almannatengsla.

Og ég er í þeirri öfundsverðu stöðu (ennþá allavega) að þurfa að vísa frá mér verkefnum, frekar en að leita þau uppi.

-----

Í dag vann ég eitthvað smá fyrir alla mína núverandi viðskiptavini. 

Og endaði daginn svo á því að funda með hóp sem ég er í, í Háskólanum í Reykjavík.

Þessi mynd er þaðan.

hr_kvoldid_28_okt_2008.jpg


Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Sæt mynd Andrés.

Það er þá allavega alltaf nóg að gera með myndavélina ef annað brestur.

Kv.

Ransu, 2.11.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband