21.9.2008
Bílarnir í Svörtum englum
Ég hlakka til að horfa á Svarta Engla sem hefja göngu sína á Rúv eftir nokkrar mínútur. Þetta er sami hópur sem stendur að baki þessum þáttum og gerðu hina frábæru þætti 'Pressan' sem sýndir voru á Stöð 2 í fyrra.
Ég er samt svolítið skeptískur á söguþráðinn og það hvernig muni ganga að gera hann jafn raunsannan og tókst með Pressuna.
Ástæðan fyrir því að ég veit aðeins um söguþráðinn er sú að ég átti þátt í því, í samvinnu við leikmyndahönnuð Svartra engla, að velja á hvers konar bílum sögupersónur þáttanna áttu að vera. En B&L lánaði bíla í upptökurnar.
Það mun því vera nóg af BMW, Land Rover, Hyundai og Renault bílum á sjónvarpsskjám landsmanna næstu sunnudagskvöld.
Það er umdeilt hversu margir taka eftir þessu og hvort það hafi áhrif á kaupákvarðanir þeirra. En í öllu falli var skemmtilegt fyrir fyrirtækið að styðja þessa íslensku dagskrárgerð og fá smjörþefinn af því hvernig kvikmyndabransinn virkar.
Vona ég sé ekki að rjúfa trúnað með því að ljóstra því upp að BMW M3 mun meðal annars bregða fyrir í þáttunum. Þetta 400 hestafla 15 milljón króna tryllitæki er bíll eins af æðstu lögreglumönnunum í þáttunum.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Horfði aðeins á þennan þátt í kvöld,gafst fljótt upp.Skelfilega lélega leikið,það er einsog að leikararnir séu með blað beint fyrir framan augun á sér og eru að lesa beint af blaði textann,öll framsetning til skammar.Þú ert súpermaður að redda þeim þessum B M W,eeeeeeee var þín getið í lok myndar? athugaðu það sko.
Númi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:23
Sælir,
áhugavert , þar sem product placement er jú vaxandi grein allstaðar erlendis. En höfðuð þið einhverja varnagla á þessu hjá B&L. Ég man eftir einhverju fíkniefnamáli sem upp kom og það voru eintómir BMWar. Áhugavert hvort að það hafi verið sett skilyrði um að glæponarnir í þáttunum keyrðu aðra bíla ?
Síðan skilst manni að handrukkaraþátturinn á Kompás verði áhugaverður þegar bílafloti þeirra er í forgrunni. Maður vonar ímyndar BMW vegna, að þeir séu á einhverjum öðrum glæsikerrum.
Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:32
Tímasetningin á umræddri mynd er hrikaleg.Sjónvarpsefni, bannað börnum, rúmlega hálf átta á sunnudagskvöldi..... Ekki í lagi með mannskapinn.Ég segði upp áskriftinni að RÚV ef það væri hægt. En Dagvaktin var frábær.... áfram Stöð 2
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 22.9.2008 kl. 09:46
Stefán: Þú spyrð um varnagla. Ég get upplýst að við veltum þessu fyrir okkur. Niðurstaðan var sú að reyna að hlífa ímynd BMW við því að leika hlutverk bifreiðar verstu glæpamannana í þáttunum.
Þannig mun Lalli skítur (leikinn af Helga Björns) aka um á forláta Saab jeppa sem við áttum í notuðum bílum.
Mér fannst það líka koma skemmtilega út fyrir skandinavískan stórglæpon með litháisk handbendi á sínum snærum.
Andrés (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.