16.9.2008
Hýsing að nálgast það að verða ókeypis
Ég hef nokkrum sinnum vitnað í þennan fyrirlestur hjá Chris Anderson, þegar ég hef verið að útskýra fyrir fólki afhverju netið er að gera ýmsa þjónustu verðlausa, sem borguð hefur verið dýru verði í gegnum tíðina.
T.d. fréttaskrif, pólitísk pistlaskrif o.s.frv.
Sem gerir að hin raunverulegu verðmæti, í þessu nýja umhverfi, er athygli.
Ég er ekki viss um að íslensk fjölmiðlafyrirtæki séu farin að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstrarumhverfi þeirra.
-----
Ég ákvað hins vegar að leita fyrirlesturinn uppi og birta hann hér. Þannig að fólk geti kynnt sér þetta sjálft. Kenning Andersons um "The Economics of Free", er sú markaðskenning sem hefur haft hvað mest áhrif á mig í seinni tíð.
Hugmyndir hans um hýsingu, sem hann telur að verði nánast ókeypis í framtíðinni, eru merkilegar í ljósi þess að íslensk fyrirtæki og einstaklingar greiða hýsingaraðilum árlega hundruðir milljóna króna fyrir að hýsa gögnin þeirra.
Allt frá tölvupósti til greiðsluupplýsinga.
Þetta mun þó líklega ekki breyta miklu um viðskiptamódel þeirra, sem ætla að opna svokölluð gagnaver hér á næstu árum.
Microsoft, Google og fleiri.
----
Chris Anderson er hinn frægi ritstjóri Wired-tímaritsins og höfundur bókarinnar "The Long Tail". Sem ég mæli líka sterklega með.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisverður fyrirlestur.
Kannski Chris hafi lesið Diamond Age.
Jón Ragnarsson, 16.9.2008 kl. 09:52
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja einmitt þennan fyrirlestur hjá þessum ágæta manni í fyrra þar sem hann einmitt kom inn á þessar 'free'-hugmyndir sínar þar sem hann einmitt benti á þróunina hjá þessum aðilum sem bjóða upp á frí-póst eins og Hotmail, Google o.s.frv. og hvernig verðþróun á gagnaplássi, þ.e. hörðum diskum fer sífellt lækkandi.
Þar sem þessi verðmæti lækka sífellt í verði þangað til að þau verða nánast ókeypis (verður aldrei alveg 0 krónur, evrur, dollarar eða whatever) að þá ættu fyrirtæki samt sem áður að koma fram við þessa auðlind eins og hún sé ókeypis og láta hana lúta þeim lögmálum sem ókeypis hlutir fylgja.
Spurning um að bjóða honum til Íslands og fá hann til þess að uppfræða fleiri hér á landi?
Magnús V. Skúlason, 16.9.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.