13.9.2008
Köttur á Reykjavíkurflugvelli
Rasmussen er týndur.
Kötturinn minn, sem er eins árs gamall silfurgrár högni, er einhvers staðar á væflingi innan girðingar á Reykjavíkurflugvelli. Hann er með rauða ól með lítilli bjöllu og rautt merkispjald, sem reyndar er ómerkt.
Þetta kom þannig til að Rasmussen var á leið í tímabundið fóstur til vinafólks míns á Akureyri. Þau áttu flug um klukkan hálf-tvö í dag og ég mætti þangað með Rasmussen í búri og var hann tékkaður inn með öðrum farangri.
Klukkutíma síðar hringir vinafólk mitt í mig, til að segja mér Rasmussen hafi ekki komið með þeim í vélinni til Akureyrar.
Þeim hafi verið sagt af starfsfólki, að búrið hafi opnast hjá hlaðmönnunum á Reykjavíkurflugvelli og kötturinn hafi strokið frá þeim og lagt á flótta vestur eftir flugbrautinni. Starfsfólki flugfélagsins hafi ekki tekist að handsama hann, né hafi þau komið auga á hann meðfram girðingunni næst flugstöðinni.
(Hann er orðinn aðeins stærri núna)
Nú vil ég biðja þá sem kunna að verða varir við Rasmussen, að láta mig vita í s. 615-0110.
Hann gæti auðvitað verið enn innan girðingarinnar á flugvellinum eða hafa skriðið undir hana, annað hvort Skerjafjarðarmegin eða hinum megin hjá litla-Skerjó.
Flugvöllurinn er svo stór og öryggiskröfur strangar, að ég get ekki fengið að leita þar að honum sjálfur. En hann er mjög gæfur og á örugglega eftir að bjarga sér. Vonandi leitar hann skjóls hjá einhverju góðu fólki í nágrenni flugvallarins.
Út af fyrirhuguðum flutningum, þá átti eftir að skrifa heimilisfang á nýja merkispjaldið sem hann er með um hálsinn. Hann er hins vegar örmerktur og það er hægt að ganga úr skugga um það hjá Kattholti (s. 567-2909) hverja manna hann er.
Takk fyrir hjálpina.
Andrés.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.