Sú var tíðin að menn í viðskiptalífinu hirtu ekki mikið um orðspor sitt.
Þ.e.a.s. þá voru þeir nær ósnertanlegir í góðærinu og útrásinni. Svöruðu ekki fyrirspurnum blaðamanna nema eftir dúk og disk og létu sér fátt um finnast hvað væri sagt um þá. Þetta átti við um ansi marga, en auðvitað ekki alla.
En nú þegar eigið fé þessara manna er í mörgum tilfellum brunnið upp, þá stendur orðsporið eitt eftir.
Og orðspor er eitthvað sem menn fatta, að mikilvægt sé að fara með óskaddað í gegnum kreppuna. Jafnvel þótt að byrja þurfi upp á nýtt að byggja upp eigið fé.
-----
Birtingamynd þessa var til að byrja með sú, að menn vildu sem minnst viðurkenna að þeir hefðu anað blindandi út í lánsfjárkreppuna. Þvert á móti voru þeir duglegir í að halda því fram að þeir hefðu verið betur undirbúnir undir hana en aðrir.
En eftir því sem liðið hefur á, þá hefur slíkur málflutningur fengið æ holari hljóm og flestir viðurkenna í dag að staðan sé slæm.
Sá leikur sem fylgir í kjölfarið heitir Svarti Pétur og snýst um það á hvað eða hvern eigi að skella skuldinni. Hver ber ábyrgð á klúðrinu?
-----
Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefur legið undir ámæli vegna þess hversu skjótt veður skiptust í rekstri félagsins.
Baldur hefur nú snúið vörn í sókn, og er í stóru viðtali við Viðskiptablaðið í dag og líka í 24 stundum.
Það verður spennandi að sjá hvort hann sleppur með þessa söguskýringu.
Maðurinn sem ekkert hefur tjáð sig um þessi mál er stærsti hluthafinn og fyrrverandi stjórnarformaðurinn, Magnús Þorsteinsson. Starfsmenn viðskiptablaðanna hljóta að keppast um að ná viðtali við hann í dag.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo er stóra spurningin: Eru fleiri svona loftbóluævintýri?
Himmalingur, 12.9.2008 kl. 20:39
Ég þekki starfsmann sem var í hátt settri stöðu í valdatíð Baldurs Guðnasonar og sá starfsmaður gekk út ásamt nokkrum öðrum stjórnendum vegna yfirgangs og frekju Baldurs, þessir starfsmenn reyndu að hafa vit fyrir Baldri en þetta endaði á þennann hátt. Síðan er Baldri þökkuð "glæsileg störf" með tæplega 900 milljóna starfslokasamningi í formi hlutabréfakaupa af SKOFFÍNINU.
Hrói Höttur, 12.9.2008 kl. 22:00
Baldur var bara þrælsperrtur í fréttatíma sjónvarps í kvöld. Hann segist ætla að rjúka í að selja eignir félagsins og styrkja eiginfjárstöðuna!
Ótrúlega framsækinn og framsýnn stjórnandi Baldur Guðnason.
Árni Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.