9.9.2008
Íslensk verðlaunahátíð
Nú nýverið vakti mikla athygli myndskeið sem dreift var á netinu fyrir MTV tónlistarverðlaunin, þar sem að Britney Spears kom fram ásamt umdeilda kynninum Russel Brand og risavöxnum fíl.
Það er þykir sjálfsagt þar Vestra að stjörnurnar taki þátt í slíkum kynningarmyndböndum, til að vekja athygli á verðlaunaafhendingum eða öðrum stórum viðburðum.
Slíkt hefur þó ekki tíðkast hér heima á Fróni. Ekki fyrr en nú!
Undanfarna daga hefur verið dreift á netið litlum youtube myndböndum þar sem að helstu stjörnur íslenska tónlistariðnaðarins taka þátt í smá sprelli til að hita upp fyrir íslenska útgáfu MTV-hátíðarinnar. Verðlaunaafhendingu fyrir Monitor-nöglina.
Verðlaunaafhendingunni fylgir mikill gleðskapur á fimmtudagskvöldið 11. september á Apótekinu þar sem boðsgestir úr bransanum munu sýna sig og sjá aðra.
En partýið ber upp á 1 árs afmæli þessa höfuðrits íslenskrar dægurmenningar.
-----
Tekið skal fram að ég vinn með Monitor og útgáfufélagi þess sem ráðgjafi í ýmsum málum.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu enn hérna inni? Klukkan að verða hálf þrjú?
Ég var að læra, hvaða "góðu" afsökun hefur þú?
Baldvin Jónsson, 10.9.2008 kl. 02:26
Nei Baddi minn. Klukkan hálf þrjú í nótt lá ég á mínu græna eyra.
Svona er nú tæknin. Tölvan er nettengd alla nóttina meðan ég sef.
:)
Andrés Jónsson, 10.9.2008 kl. 12:54
;) Hélt kannski að ég hefði fundið þarna þráhyggju kenndan sálufélaga hehe
Er annars búinn að vera alveg á hvolfi þessa vikuna vegna stórs verkefnis sem að ég er að vinna að í International Communication í skólanum, þ.e. greining á Latabæ á mismunandi mörkuðum, eigum við ekki að negla okkur tíma fyrir kaffibolla eftir helgina?
Baldvin Jónsson, 10.9.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.