8.9.2008
Dagvaktin aðaltrompið
Fór í partýkynningu á vetrardagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið á Rúbín í Öskjuhlíð.
Ljóst að Dagvaktin er aðaltromp stöðvarinnar í haust. Þeir sem voru mættir tímanlega sáu sá brot úr einum þætti og einhverjir voru búnir að fá forsýningu á fyrsta þættinum.
Báðir hópar voru sammála um að Dagvaktin lofi góðu og muni jafnvel taka Næturvaktinni fram.
.
-----
Veit einhver annars hvernig þetta gengur að reka þennan stað, Rúbín, þarna í horninu á Keiluhöllinni?
Held að Reykvíkingar séu ansi fastir í því að fara niður í bæ til að sýna sig og sjá annan á djamminu.
-----
En þarna voru samankomnir allir metnaðarfyllstu markaðsmenn- og konur á Íslandi að borða snittur og drekka bjór. Búið að koma upp tjaldi út á svölum og maður notaði tækifærið til að mingla aðeins við fólkið.
Ég fékk í hausinn eitthvað óþarfa gaspur frá því í partýinu á Keflavíkurflugvelli. Kunningjar mínir hjá símafyrirtækjunu tóku það hátíðlega og drógu ályktanir af færslum á þetta blogg að ég væri kominn á launaskrá hjá samkeppnisaðilanum.
Það leystist allt farsællega og við hlógum dátt. Ég hótaði að krítisera auglýsingarnar þeirra þangað til að þau væru búin að ráða mig í vinnu.
-----
Úff... nú fæ ég eftirlits-kommentarana örugglega í athugasemdakerfið.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.