7.9.2008
Gott partý - en smá klikk
Föstudagurinn var skrambi góður.
Fundir með nýjum viðskiptavinum fram eftir degi, smá pólitík seinnipartinn og svo partý um kvöldið.
Ég fattaði hins vegar ekki fyrr en ég skrapp úr partíinu til að tala um fréttir vikunnar í Íslandi í dag að ég hafði klúðrað því að bjóða mörgum af mínum bestu vinum.
Þegar ég kom út úr sjónvarpsstúdíóinu beið mín eftirfarandi sms:
"Hvad þarf madur ad heyra i sjonvarpinu ad thad se party. Myrdal"
-----
Öðrum til varnaðar vil ég benda fólki á að treysta ekki bara á Facebook til að bjóða á uppákomur. Ég er búinn að vera svo mikið á Facebook undanfarið og mér fannst bara eins og allir vinir mínur væru þar líka. Þannig að ég bauð og ítrekaði í opnunarteitið bara þar og ekki eftir neinum öðrum leiðum.
Reyndar spilaði inn í að ég var líka án símabókarinnar minnar þar sem farsíminn er í viðgerð. Hugsa að ég hefði ekki klikkað annars á að bjóða Gunna Sveinbjörns, Lízellu og Jóni Mýrdal.
Lokaklikk dagsins var svo að gleyma að taka myndir í teitinu.
Þakka öllum sem komu og líka hinum sem komust ekki.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkar ekki mjög traustvekjandi fyrir almannatengil að klikka á þessum atriðum og skrýtið að segja frá því.... Velti fyrir mér hæfni....
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:57
Já já... svona er maður mannlegur Rósa mín.
Andrés Jónsson, 7.9.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.