4.9.2008
Bjartsýni
Ég fylgist frekar vel með viðskiptalífinu á Íslandi.
Samt ætti ég erfitt með að svara þessum spurningum sem Stoðir eru að leggja fyrir úrtak af Íslendingum.
Annars mætti segja mér að ef svör Júlíusar Þorfinnssonar stemma, að þetta sé til að búa til mælistiku um ímynd fyrirtækisins, þá er þetta nokkuð sniðugt hjá honum.
Þ.e.a.s. að hann sem PR-maður fyrirtækisins getur ekki annað grætt á því að fá mælingu núna, beint í kjölfarið á þessari nafnabreytinga-hringekju sem eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Baugs og skyldra aðila hafa verið í.
Niðurstöðurnar geta ekki annað en farið upp á við í öllum könnunum héðan í frá.
-----
Er ekki Stoðir nýja nafnið á FL-Group? Og var einhvern tíma í fyrndinni nafnið á fasteignaþróunarfélagi Baugs. Sem núna heitir Landic Properties.
Ef ég væri PR-ráðgjafi þessara og annarra slíkra fyrirtækja, þá myndi ég láta staðar numið í endurmörkunarvinnu og nafnabreytingum næstu árin.
Slíkt er dýrt í framkvæmd og ekki alltaf hagkvæmt, jafnvel þó að það verði áfram tíðar breytingar á eignarhaldi þessara fyrirtækja.
-----
Ný heimasíða Stoða er hins vegar óvenjuleg. Hef ekki séð þetta áður.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flokkast þetta ekki undir kennitöluflakk?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.9.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.