Spron er með nýja auglýsingaherferð.
Reyndar sýnist manni á því hversu dýr sjónvarpsauglýsingin er, að ákvörðunin um að fara í herferðina hafi verið tekin áður en allt fór á versta veg í SPRON og áður en fyrirtækið var yfirtekið á spottprís af Kaupþingi.
Sjónvarpsauglýsingin er því miður ekki sérlega frumleg. Svona týpísk bankaauglýsing með fólki í dagsins önn, allir að gera eitthvað uppbyggilegt.
Ég gæti næstum ælt.
Og það myndi pottþétt framkalla uppköst hjá Seth Godin ef hann heyrði um þetta.
Þessi vefbanner vakti hins vegar athygli mína:
Þið þurfið reyndar að fara á Vísi til að sjá hann í aksjón. En þarna er semsagt búið að setja hreyfimyndaskrá inn í Flash-borðann, sem sýnir stutt brot úr sjónvarpsauglýsingunni.
Nokkuð nett. Og líklega ekki síðasti vefborðinn sem við sjáum af þessari gerð.
-----
Tek fram að ég æli ekki yfir stjörnuleik svifflugmannsins í auglýsingunni.
En þar er á ferðinni hann Sveinbjörn Sveinbjörnsson, litli bróðir eins besta vinar míns og mikill öðlingur.
Og ég get vottað að þetta er engin tölvugrafík sem þarna sést. Sveinbjörn er búinn að fljúga svifflugum frá því að hann var lítill gutti.
Reyndar sýnist manni á því hversu dýr sjónvarpsauglýsingin er, að ákvörðunin um að fara í herferðina hafi verið tekin áður en allt fór á versta veg í SPRON og áður en fyrirtækið var yfirtekið á spottprís af Kaupþingi.
Sjónvarpsauglýsingin er því miður ekki sérlega frumleg. Svona týpísk bankaauglýsing með fólki í dagsins önn, allir að gera eitthvað uppbyggilegt.
Ég gæti næstum ælt.
Og það myndi pottþétt framkalla uppköst hjá Seth Godin ef hann heyrði um þetta.
Þessi vefbanner vakti hins vegar athygli mína:
Þið þurfið reyndar að fara á Vísi til að sjá hann í aksjón. En þarna er semsagt búið að setja hreyfimyndaskrá inn í Flash-borðann, sem sýnir stutt brot úr sjónvarpsauglýsingunni.
Nokkuð nett. Og líklega ekki síðasti vefborðinn sem við sjáum af þessari gerð.
-----
Tek fram að ég æli ekki yfir stjörnuleik svifflugmannsins í auglýsingunni.
En þar er á ferðinni hann Sveinbjörn Sveinbjörnsson, litli bróðir eins besta vinar míns og mikill öðlingur.
Og ég get vottað að þetta er engin tölvugrafík sem þarna sést. Sveinbjörn er búinn að fljúga svifflugum frá því að hann var lítill gutti.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldrei að vita nema að litla tölvufyrirtækið mitt (sem ég á hlut í s.s.), Gogogic, hafi komið þarna að verki.
Baldvin Jónsson, 2.9.2008 kl. 19:44
Það stóð víst til að ég kæmi eitthvað að þessari auglýsingu. En hugmynd var að fljúga með tökumann sem ekki varð af.
Annars flaug ég þarna yfir og tók þá þessa myndir hér þegar verið var að búa til auglýsinguna. Eins og sjá má, þá er mikið fyrir svona hlutum haft.
http://www.photo.is/08/07/7/pages/kps07084638.html
En annars heitir flygildið svifdreki en ekki sviffluga. Sumum hættir líka til að kalla svifdreka flugdreka sem er líka allt annað fyrirbæri.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.9.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.