1.9.2008
Ný nafnspjöld komin í hús
Nýtt starf þýðir ný nafnspjöld í heimi okkar "jakkalakkanna".
(Og þýðir yfirleitt líka að við hendum c.a. 400 stk af ónýttum nafnspjöldum frá gamla vinnustaðnum. Í mínu tilfelli eru það 5 x 400 stk af því að ég var með eitt spjald fyrir B&L, eitt fyrir Renault, eitt fyrir BMW, eitt fyrir Hyundai og eitt fyrir Land Rover.)
Ég ákvað að reyna að gera eitthvað öðruvísi með nýju nafnspjöldin.
Bæði pantaði ég bara 100 stk og svo lét ég hanna svona smá fítus aftan á kortið þar sem ég get handskrifað nafnið mitt, eða þá að þeir sem fá hjá mér nafnspjöld, geta notað þau í kokteilboðum sem merkispjöld.
------
Það voru hinir hraðvirku snillingar í prentsmiðjunni Think sem sáu um prentunina og niðurstaðan er bara helvíti góð, þó ég segi sjálfur frá.
Hilmar Þór hannaði.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er afskaplega gott að hafa nafnspjöld í samskiptum við fólk af erlendu bergi brotið, sem ekki kannski hefur í byrjun samskiptanna fullt vald á framburði nafna og er óvisst hvernig stafa á nöfnin. Þetta þekki ég af eigin raun.
Ég hef notast við fyrirtæki sem heitir Print2People. Þetta er askaplega fljótvirk og ódýr þjónusta, sem gefur einnig möguleika á smá eigin sköpunargleði. www.print2people.com eða www.print2people.dk Fljótvirkt og fínt!
Baldur Gautur Baldursson, 1.9.2008 kl. 11:10
Er ekki málið að hafa línur á bak við, svo fólk geti skrifað hvar það hitti þig og hvað það átti að hafa samband um?
Tómasha (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:44
Nokkuð stílhreint og flott, þýðist líka vel á önnur tungumál myndi ég halda. Hvað er annars enska þýðingin á firma nafninu?
Baldvin Jónsson, 1.9.2008 kl. 15:46
Fyrst til lukku með nýja fyrirtækið!
En Andrés... þú ert Moggabloggari! :P
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:49
Baldur: Þakka þér fyrir ábendinguna.
Tómas: Já þú segir nokkuð. Skoðum það fyrir næstu prentun.
Baddi: Takk. Enska þýðingin... hmmm... Good Communications Inc. ???
Hannes: Fyrst, hafðu þakkir! En svei þér! :P
Andrés Jónsson, 1.9.2008 kl. 15:59
L-F: Frekar fyndið.
Andrés Jónsson, 2.9.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.