31.8.2008
Rauður: Litur sigurvegara?
Pennavinur minn, hann Guy Kawasaki, er að velta fyrir sér rannsóknum á áhrifamætti lita.
Sýnt hefur verið fram á það að rauðklæddir íþróttamenn nái meiri árangri.
Það er auk þess vel þekkt að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum mæta yfirleitt í kappræður með rauð bindi.
Það er erfitt að setja þetta í samhengi við eitthvað hér heima. En það er gaman að velta fyrir sér svona hlutum.
Útlit og framsetning skiptir held ég mun meira máli í auglýsingum og öðru markaðsefni en margir gera sér grein fyrir.
Hér eru til gamans nokkur rauð lógó:
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað meinarðu með að erfitt sé að setja þetta í samhengi hér heima??
Íslenska landsliðið í handbolta var að enda við að vinna til stærsta íþróttasigurs smáþjóðar í hópíþrótt í sögu Ólympíuleikana frá upphafi, og það í afar RAUÐUM landsliðsbúningum.
Baldvin Jónsson, 31.8.2008 kl. 21:11
ahhh... the final piece in the puzzle! (góðu punktur Baddi!)
Andrés Jónsson, 31.8.2008 kl. 21:48
Athyglivert. En hvurnig stendur á því að stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi er BLÁR? Kannski hann væri ekki svona stór ef meðlimir hans kæmu fram eingöngu í bláum fötum?!?
Indriði Sveinn Ingjaldsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:07
Blár er skilgreindur sem litur trausts að mig minnir í litafræðum, hér heima hefur einmitt almennt verið meiri fókus á blátt en rautt.
Þetta fer að sjálfsögðu líka eftir markaðssvæðum og um hvað er að ræða. Fólk t.d. metur varla stjórnmálahreyfingu á sama máta á keppnislið í íþróttum. Ef svo væri myndi það a.m.k. mögulega skýra öran vöxt Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mun þó væntanlega minnka þó nokkuð fyrir næstu kosningar og í næstu kosningum þar sem að umhverfisfólkið sem kaus þau síðast vegna grænna áherslna (ekki rauðra) mun seint trúa þeim aftur.
Blár hins vegar hefur t.d. þótt sterkur litur að klæðast í viðskiptum því hann vekur traust hjá gagnaðilanum.
Baldvin Jónsson, 1.9.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.