4.6.2007
Simastaedi.is er algjör bylting
Ég er algjör klaufi þegar kemur að því að borga í stöðumæla. Ég gleymi að borga, gleymi að bæta í mælinn, kaupi miða í vél en gleymi að setja hann í gluggann á bílnum og svo mætti lengi telja.
Nú bind ég vonir við að brotaferli mínum í þessum efnum sé lokið með nýrri þjónustu Reykjavíkurborgar. Ég var að skrá mig í svokallað símastæði. Þetta var mjög einfalt. Maður prentar út miða um að maður sé í símastæði og setur í gluggann á bílnum sínum. Eftir að hafa skráð sig á www.simastaedi.is getur maður sidan borgað í mælinn með sms-skilaboðum eða símtali og maður er aldrei að borga of mikið eða að renna út á tíma.Sjallarnir og Bingi fá plús í kladdann fyrir þetta.
Breytt kl.13:49 á þriðjudegi: Mér hefur verið bent á að þetta var víst sett af stað í tíð R-listans í lok síðasta kjörtímabils. Það eru því þau sem fá hrósið að þessu sinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er algjör snilld. Takk fyrir að benda á þetta
Matti sax, 9.6.2007 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.