17.5.2007
Áherslur nýs sjónvarpsstjóra Skjás Eins
Ég tók eftir því að talskona Feminístafélagsins er búin að sækja um sjónvarpsstjóradjobbið á Skjá einum.
Ég sé ekki annað en að hún eigi góða möguleika á að fá starfið með þessa úrvals menntun og þann ágæta skilning á fjölmiðlaumhverfinu sem hún virðist búa yfir, sé miðað við alla athyglina sem Femínistafélagið hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár.
En Skjár Einn hefur reyndar ekki verið alveg til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni gegn staðalímyndum, a.m.k. ekki á mælikvarða Feminístafélagsins og því er soldið fyndið að spá í hvaða þáttum verði fyrst fleygt út úr dagskránni eftir ráðningu talskonunnar á Skjáinn?
- Americas Next Top model: Staðalímyndaaðvörun!!! M.a.s. kallarnir eru konur í þessum þætti
- How Clean is Your House: Tvær kellingar þrífa ógeðsleg hús. Fléttulisti eða út!
- Wife Swap: Staðalímyndir af húsmæðrum - tvöföld skömm!
- Beinar útsendingar frá fegurðarsamkeppnum: Hnakkar þessa lands - so sorry!
- Sex Inspectors: Bera falsvitni um þörf kvenna fyrir forleik umfram karla - aldrei meir!
- The Bachelor: Mýtan um konur sem giftast til fjár fest í sessi - svei!
- The Swan: Þessi hlýtur að hverfa, hver sem verður sjónvarpsstjóri - ojj!
Sjálfsagt myndu fleiri þættir fá að fjúka en hvað ætli kæmi í staðinn? Hugmyndir?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.