5.5.2007
Taktík
Ég gerði góð kaup á uppboði lögreglunnar fyrir nokkrum árum. Fékk lítið notað fjallahjól sem kostað hefði nýtt um 50 þúsund á aðeins 12 þúsund kall.
Fyrir þá sem lesa þetta og ætla að ná í lokin á reiðhjólauppboðinu: Ekki hafa áhyggjur af því að koma of seint. Það myndast nett múgæsing í byrjun uppboðsins og fólk sem er hrætt við að fara heim tómhent býður allt of hátt í fyrstu hjólin.
Þegar ég var þarna um árið þá voru þeir sem voru þolinmóðir að fá miklu betri hjól og fyrir minna verð en þeir sem buðu 30.000 í fyrsta ryðgaða hjólhestinn sem boðinn var upp.
Ég er nettur skransali í mér, því miður. Mig dauðlangar á uppboðið sem verður í haust á öðrum óskilamunum í vörslu lögreglunnar. Þar ætti að leynast sitthvað forvitnilegt.
AJ.
Mikil stemning á reiðhjólauppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 265976
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei sko! Alla dettur maður niður á hér Ætla að gefa mér tíma í að lesa hér og kvitta auðvitað fyrir kurteisis sakirnar. Takk fyrir síðast minn kæri.
Kveðja
Bára
Báran, 9.5.2007 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.