1.5.2007
Misheppnað vörumerki íslensks banka
Nýtt lógó Sparisjóðabankans gamla þykir með eindæmum ljótt. Um þetta eru fjöldi auglýsingamanna sammála.
Í hönnunargeiranum þykir ekki gott að fara á það sem kallað er "fontafyllerí" en viðleitni Icebank-manna til að koma fjögurra laufa smáranum fyrir í nýja lógóinu hefur leitt til þess að þetta sjö stafa orð virðist vera stafað með að minnsta kosti fjórum mismunandi fontum. Útkoman verður afar klúðursleg.
Sama má reyndar segja um þetta myndband sem hægt er að horfa á á vef bankans. Ekki beint það ferskasta í bransanum.
Jón Agnar Ólasson bloggar hér á Moggablogginu og hann bendir í dag á enn einn gallann við þessa umbreytingu Sparisjóðabankans og aukna áherslu hans á alþjóðleg viðskipti.
Hlustið bara á orðanna hljóðan: "Good morning, Icebank!"
Flokkur: Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vera má að ykkur þyki þetta logo misheppnað. En hvað finnst ykkur þá um logo hins nýja Menntaskóla Borgarfjarðar? Sjá hér: http://www.menntaborg.is/Files/Skra_0018375.pdf
Jón Garðar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:16
bæði þessi logo eru afspyrnu misheppnuð icebank er þó öllu verra þar sem hér er hugsað að fyrirtækið starfi á alþjoðlegum vettvangi með vanskapaðan smára
Sigurður Örn Brynjólfsson-söb (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:22
Excellent....dæmi um...ég held smá fljótfærni. Vissu þið að SP24 varð til á 3 tímum. Eins hafa fjöldinn af vörumerkjum orðið til á mögnuðum skömmum íslenskum tíma. En ég sé functional hlutann virka þar sem smárinn fer í 2D og myndar stafinn E og B. Sé fyrir mér forsvarsmenn ICEBANK kaupa þetta 1.2 og 3.
Henti hér upp á 15 íslenskum mínótum smá tillögum fyrir I..SPANK menn!
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/
Haraldur Haraldsson, 1.5.2007 kl. 22:44
Hvað finnst þér þá um þetta vörumerki?
Júlíus Valsson, 1.5.2007 kl. 22:52
Það líkist dálítið þessu vörumerki. Ekki satt?
Júlíus Valsson, 5.5.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.