Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru þeir nú?

lead_feature_49Þessi frétt fékk mig til að hugsa til míns gamla vinar Adrian King. Við vorum skiptinemar sama ár í Indónesíu og hann heimsótti mig hingað og kíkti á Airwaves fyrir nokkrum árum. Ég hef líka kíkt á hann til Lundúna 1-2 sinnum og þegar ég hef átt leið þar um.

Adrian er Bandaríkjamaður en hefur sjálfsagt búið þar minni part ævi sinnar. Pabbi hans var í hernum og var staðsettur í þýskri herstöð. Móðir Adrians er einmitt þýsk. Adrian kaus að fara í nám í LSE stuttu eftir að við snerum heim frá Indónesíu og eftir að hann útskrifaðist (21 árs minnir mig) þá var fyrsta starfið sem hann fékk einmitt hjá Commerzbank sem FL Group er nú að kaupa í.

Nánar tiltekið þá starfaði hann hjá útibúi Venture Capital deildar bankans í Lundúnum. Lýsingarnar á samstarfsmönnunum voru þannig að maður fékk á tilfinninguna að þetta væru hálfgerðir kúrekar - svona einhver blanda af karakterunum úr Wall Street með Michael Douglas og Boiler Room með Vin Diesel.

En Adrian tolldi ekki lengi við hjá Commerzbank. Frá árinu 2002 hefur hann rekið ásamt félaga sínum
umtalaðan boxklúbb fyrir verðbréfagutta og forstjóra sem kallast "The Real Fight Club" Klúbburinn stendur fyrir gala-kvöldum og box-keppnum milli venjulegra manna sem skora hvorn annan á hólm (kannski vegna deilna um yfirtökur á króatískum lyfjafyrirtækjum eða bara einhverju öðru). Þeir hafa skipulagt slíkar keppnir um allan heim og Adrian er á heimavelli í þessu held ég. Umgjörðin á þessum klúbb er ekki ósvipuð Gumball kappakstrinum sem íslenskir milljónaforstjórar hafa verið kenndir við. En reyndar er sá munur á að hagnaðinum af boxkeppnunum er varið til góðgerðarmála og er upphæðin sem Adrian og félagi hans Alan Lacey hafa gefið komin hátt í 200 milljónir kr.

Mér varð um daginn líka hugsað til fyrrum meðleigjanda Adrians Kings í Lundúnum og annars vinar okkar frá því í Indónesíu. Það er Dani að nafni Bo Pedersen. Heimabær Bo's er hin fræga Hróarskelda (Roskilde). Bo var jafn fljótur og Adrian að koma sér áfram í viðskiptalífinu og fór eftir viðskiptafræðinám að vinna sem sölumaður fyrir danskan viðskiptahugbúnað. Eftir einhverjar sameiningar og skynsamlega samninga um stock-option plan þá var Bo orðinn, aðeins 24 ára, hvorki meira né minna en sölustjóri Navision á Bretlandseyjum. Og þegar Microsoft kom síðan og keypti Navision með húð og hári þá græddi Bo nógan pening til að geta sponsað einn og óstuddur stóran hluta af Hróarskeldu hátíðinni og lifað þægilegu lífi það sem eftir er.

Mér var hugsað til Bo þegar að Doug Burgum ,sem leiddi einmitt áðurnefnda yfirtöku á Navision fyrir Microsoft á sínum tíma, kom og hélt fyrirlestur í skólanum mínum um daginn.

Bo er einhver alskemmtilegasti maður sem ég veit um til að fara með á gott fyllerí.

Það er orðið langt síðan ég hef heyrt í þessum tveimur herramönnum. Hvar ætli þeir séu nú?

AJ.


mbl.is FL Group kaupir hlut í Commerzbank fyrir 63,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband