Leita í fréttum mbl.is

Misskildu þetta einhverjir innflytjendur og mættu á fundinn?

Jungle-FeverÉg var að hlusta á endurflutning frá því í morgun á Útvarpi Sögu og heyrði þessa auglýsingu frá Frjálslynda flokknum.

"Ísland og innflytjendur. Fundur í kvöld í Skeifunni 7 klukkan átta. Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson flytja erindi. Jazzband spilar."

Fyrirsögnin er dálítið hlutlaus finnst mér og ekki nógu lýsandi? Ætli þetta hafi verið fundur fyrir innflytjendur hugsaði ég með mér. Þeir hefðu þá mátt splæsa í nokkur orð í viðbót í auglýsingunni:

Ísland og innflytjendur - kynningarfundur þar sem innflytjendum er kynnt sú fjölbreytta þjónusta sem þeim stendur til boða hér og hvernig við getum látið þá finna sem best að þeir séu velkomnir.

Frjálslyndi flokkurinn.

 

Grin

AJ.


Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta var ekki kynningarfundur, en þörf væri á slíku.

Finnst þér ekki hræðilegt að hingað komi innflytjendur sem fá litla sem enga kennslu í málinu, kynnast ekki réttindum sínum og skyldum og verða fórnarlöm misheiðarlegra atvinnurekenda sem borga þeim smánarleg kjör fyrir þrælahald?

Því viljum við hjá FF breyta.

Ég kýs FF vegna þess að ég er á móti því þrælahaldi sem hér hefur verið undanfarin ár. Ég kýs FF vegna þess að ég vil ekki að það myndist hér lágstétt innflytjenda sem eru ekki mælandi á íslenska tungu og þekkja ekki réttindi sín og verða fyrir barðinu á alvöru kynþáttahöturum.

Þú veist, þeim sem vilja flytja inn ómenntað fólk og nýðast á þeim sökum þjóðernis þeirra, borga þeim smánarleg laun og halda þeim í þrælakistum án verkalýðsréttinda...

...þeim kynþáttanýðingum sem hafa hvað hæst gólað gegn því að við takmörkum innflutning í okkað litla land og komum þess í stað vel fram og gerum vel við þá innflytjendur sem hingað koma...

Afnemum þrælahaldið, verndum réttindi innfæddra og aðfluttra Íslendinga.

X-F. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.4.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er ekki krafa á Íslendinga að tala íslensku svo SKÝRA að aðrir íslendingar skilji merkinguna?...hvað þá útlendingar sem eru að læra íslensku?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband