Svona fréttir eins og þessi hér eru allt of algengar. Löng upptalning á einhverjum eignarhaldsfélögum og lýsingar á því hvernig eitt félagið eigi í öðru og svo koll af kolli.
Reyndar er sagt frá því að Björgólfsfeðgar eigi nú engan hlut í TM. Það er oft ekki svo gott að slíkra grundvallarbreytinga sé getið á skýran hátt. Eignarhaldsfélagasúpan er stundum látin nægja.
En það eru margar spuringar sem vakna. Hverju breytir þetta? Hvert var sölugengið? Högnuðust þeir á fjárfestingu sinni? Verða breytingar á stjórn? Hverjir stýra félaginu þá í dag. Tryggir hlutur Kjarrhólma full yfirráð yfir félaginu? Hverjir eiga Sólstafi og Imon ehf. Hvernig hefur gengi TM verið? Segja þessar breytingar okkur eitthvað um fjárfestingastefnu eða breyttar áherslur hjá FL Group eða Björgólfsfeðgum?
Tek fram að ég tryggi hjá TM og er mjög ánægður þar. :)
Björgólfsfeðgar selja hlut sinn í TM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Hlutabréfamarkaðurinn | Breytt s.d. kl. 01:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Þetta er bara endursögn úr tilkynningu til Kauphallarinnar. Hvar er fréttamennskan??
Birgir Elíasson, 3.4.2007 kl. 01:40
Fréttaskýringin er í Morgunblaðinu í dag.
hke (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.