Leita í fréttum mbl.is

Ríkið heldur áfram að fjárfesta í einkahlutafélögum

%7Bbad2af4d-ef17-4cc4-9691-9ff37e8cf8ab%7D_ingimundur%20minnkuðEins og ég hefur áður fjallað um á þessu bloggi þá þykir mér (og sjálfsagt mörgum öðrum) óeðlilegt hversu umsvifamikið ríkið er á samkeppnismarkaði og hvernig ríkisfyrirtæki og stofnanir eru að taka, að því er virðist, sjálfstæðar ákvarðanir um að setja peninga skattborgarana í alls kyns áhættusaman rekstur í samkeppni við einkaaðila.

Menn hafa nefnt dæmi um slíka háttsemi í tengslum við Íslandspóst, fjármálaráðuneytið, ríkisspítalana, flugmálastjórn, matvælastofnun, utanríkisráðuneytið í gegnum flugstöðina o.s.frv. Dæmin eru því miður talsvert fleiri.

Ég rak augun í þetta hér á
vefsíðu vefmælingafyrirtækisins Modernus og sá að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts situr þar í stjórn:

Hlutafé og stjórn Einkahlutafélagið Modernus var stofnað 4. mars 2000 í húsakynnum félagsins að Garðastræti 17, 101 Reykjavík. Hlutafé félagsins er kr. 27.039.494 að nafnvirði. Hluthafarnir eru þrettán og þrír af stofnendunum eiga meira en 10% í félaginu. Stjórnarformaður Modernus ehf er Tryggvi Karl Eiríksson sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Aðrir í stjórn eru Bárður Hreinn Tryggvason fasteignasali og fjárfestir, Magnús Soffaníasson meðstofnandi og framkvæmdastjóri TSC ehf, Jens Pétur Jensen þjóðhagfræðingur, sem jafnframt er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi félagsins, og Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts, en Íslandspóstur hf. er nýjasti hluthafinn með tæplega 19% hlut.

Ég leitaði í fréttum á heimasíðu Íslandspósts sem venjulega er mjög Norðlenskaduglegur að senda frá sér fréttir um allt mögulegt sem hann tekur sér fyrir hendur en ekkert fann ég um kaupin í Modernus. Í ársskýrslu er hins vegar skylt að skýra frá svona kaupum og þar fann ég þetta loksins og reyndar meira til. Það kemur upp úr kafinu að við skattborgararnir erum í gegnum Íslandspóst einnig hluthafar í Norðlenska matborðinu ehf. (Hvað er Pósturinn að gera að fjárfesta í kjötvinnslu?!?).

Jasso! Og svo skilja menn ekki afhverju ríkið blæs út!

AJ.


Athugasemdir

1 identicon

Þú sérð í ársskýrslunni að sýslumaðurinn á Akureyri er stjórnarformaður, hvaða þátt heldur þú að það eigi í fjárfestingunni í Norðlenska? 

db (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 04:19

2 identicon

Kommon.... 66 þkr. fjárfesting!!!! Hver bað um betri viðskiptafréttir??? Og að Sýslumaðurinn á Akureyri hafi hjálpað til??? Haldið þið að 66 þúsund skipti þetta félag öllu máli??? Ætli sé  ekki líklegra að pósturinn hafi átt kröfu á einhvern sem átti hlut, en þið spekúlantarnir hljótið að finna eitthvert samsæri í þessu ef þið leggjið ykkur fram!

William Song (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband