28.3.2007
Athyglisverð herferð Múrbúðarinnar
Mér barst þetta í dag. Athyglisverð nálgun á samkeppnina. Sjálfsagt að birta þetta bara í heild sinni:
Fréttatilkynning 28. mars 2007
Fréttatilkynning 28. mars 2007
Dauðaleit hafin að kvittun frá BYKO
Múrbúðin hefur hafið dauðaleit að kvittun frá BYKO. Sá sem finnur viðkomandi kvittun fær helgarferð fyrir tvo til London í verðlaun.
Þetta er kvittun sem sýnir að viðkomandi hafi borgað 7.399 kr. í BYKO fyrir ákveðna tegund af málningu, sem BYKO hefur auglýst mikið undanfarna mánuði.
BYKO hefur látið í það skína í auglýsingum sínum að viðskiptavinir fái umrædda málningu með góðum afslætti. Sýnt er yfirstrikað verð upp á 7.399 kr og tilboðsverð upp á 4.990 kr. Múrbúðin hefur ástæðu til að ætla að BYKO hafi aldrei selt svo mikið sem eina fötu af þessari málningu á 7.399 kr. Þar með er 4.990 kr. verðið ekki lækkað verð og auglýsingin er þá brot á lögum um óréttmæta viðskiptahætti.


En Múrbúðin vill láta BYKO njóta vafans og auglýsir því eftir kvittun sem sýnir að þessi málning hafi einhvern tímann verið seld á hærra verðinu. Til að örva áhugann á því að leita að kvittuninni heitir Múrbúðin þeim sem hana finnur helgarferð fyrir tvo til London í verðlaun. Ef fleiri en ein kvittun kemur í leitirnar, þá verður dregið úr þeim.
Frestur til að koma með kvittanir í Múrbúðina er til kl. 17 á morgun, fimmtudag 29. mars. Þá verður tilkynnt um það hvort einhverjar kvittanir hafi komið í leitirnar, eða hvort sannast hafi að auglýsingar BYKO eru til þess fallnar að blekkja neytendur.
Leit Múrbúðarinnar að kvittuninni frá BYKO er liður í herferð fyrirtækisins gegn Múskó-væðingu viðskiptalífsins. Aðferðir Múskó fyrirtækjanna ganga út á að rugla neytendur í ríminu með endalausum tilboðum, afsláttum og útsölum, þar sem illmögulegt er að sjá hvort um raunverulega verðlækkun er að ræða eða ekki eða að upplýsingar eru ófullnægjandi eða
hreinlega villandi.
Múskó-væðing viðskiptalífsins gengur gegn hagsmunum neytenda.
Meira á www.musko.is
Úr lögum nr 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum:
6. gr. Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar...
14. gr. Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða.
Fréttatilkynning frá Múrbúðinni ehf.
Flokkur: Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjör snilld og tím til kominn að einhver hræðist ekki einhvern risann. sjá t.d. Krónan vs. Bónus. Með fákeppni verður til kúgunnar eða mútur kerfi sem lama menn í slíkri baráttu. Hvað líður langur tími þangað til að þessir verða farnir út af markaðnum?
Haraldur Haraldsson, 29.3.2007 kl. 21:09
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1261912
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.