Ekki alls fyrir löngu var því slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins að áhugi væri á sameiningu Glitnis og Kaupþings.
Margir furðuðu sig á þessari hugmynd enda óvíða jafn fáir sterkir bankar í einu landi eins og hér. Ef stóru viðskiptabönkunum fækkaði úr þremur í tvo til viðbótar við yfistandandi sameiningu sparisjóða þá væri hætt við að verulega drægi úr samkeppni með tilheyrandi neikvæðum áhrifum fyrir viðskiptavini bankakerfisins.
En þetta er líka spurning um að tryggja eðlilega verðmyndun á markaði. T.d. væri spurning hvort það væri ávísun á hættuástand fyrir krónuna ef aðilum á innlendum gjaldeyrismarkaði fækkaði í tvo (þeir eru nú Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn).
Það eru víða stórir bankar og vissulega hefur þróunin víðast hvar verið í átt til frekari samþjöppunar. En hvergi á byggðu bóli er hlutdeild bankana slík sem hún er hér. Þessi mynd hér að neðan á við árið 2003. Hlutdeildin hefur eitthvað aukist síðan þá.
Sameining á milli Glitnis, Kaupþings eða Landsbankans hlýtur að teljast vera nær útilokuð ef þetta er skoðað.
Flokkur: Hlutabréfamarkaðurinn | Breytt 27.3.2007 kl. 13:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.