Fulltrúar annarra stjórnmálaflokka hafa verði duglegir við að tala niður framboð Íslandshreyfingarinnar. Reyndar voru þeir byrjaðir að blogga um "hvernig Margrét og Ómar væru búin að missa af lestinni" nokkru áður en þau tilkynntu formlega um nýja framboðið.
Ég skil reyndar ekki alveg þessi rök. Varla eru þau of sein til að blanda sér í kosningabaráttuna - það hefur enn engin stemning myndast fyrir þessar kosningar. Absolútt engin! Gjörsamlega andlaust dæmi af hálfu allra flokka.
Ég held reyndar að þau hefðu getað "toppað of snemma" með því að koma fram fyrr. Íslandshreyfingin gæti náð að láta umræðuna snúast um sig - ekki síst ef þau finna sér einhver fleiri góð mál en umhverfismálin.
Mér hefur einnig þótt það skynsamlegt af hálfu Margrétar Sverrisdóttur að hafa haldið sér til hlés í fjölmiðlum á meðan á undirbúningi framboðsins hefur staðið - en almenningur var nálægt því að fá "óver-dós" af henni í kringum þennan klofning í Frjálslynda flokknum. Greinileg gúrka í gangi þá daga.
Ómar hefði betur mátt halda sér til hlés líka - það skiptir ekki alltaf máli að komast sem oftast í fjölmiðla heldur frekar hvað þú hefur að segja þegar þú kemur í viðtöl.
Annars er ég bara nokkuð ánægður með þennan nýja flokk. Ég held það veiti ekkert af því að hrista aðeins upp í flokkakerfinu við og við.
Ómar Ragnarsson hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég var á leikskóla og lærði fugladansinn. Ótrúlegur kraftur í einum manni. Þetta er maður sem fær hugmyndir og framkvæmir þær. Hefur gert í áratugi. Líklega einn dáðasti Íslendingurinn fyrr og síðar.
Sama má segja um Jakob Frímann Magnússon. Geysilega framkvæmdaglaður og frjór. Góður liðsauki fyrir hvaða hóp sem er. Ekki skaðar hvað hann talar flotta íslensku.
Margrét Sverrisdóttir er líka mjög fín, það sem ég þekki til hennar. Örugglega ekki versti fulltrúi sem við getum valið til að taka þátt stjórn lands eða borgar.
Tek samt fram að ég mun ekki kjósa þau í vor. En óska þeim samt góðs gengis. Þetta verður ærið verkefni.
AJ.
P.s. Vek athygli á skoðanakönnuninni hér til hliðar þar sem spurt er um uppáhalds Ómarinn þinn. Þetta er ekki tæmandi listi heldur svona "greatest hits".
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ert þú ekki bara spunameistari Íslandshreyfingarinnar?
Ármann (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 08:33
Ármann: He he. Nei það er nú ekki svo. Ég hefði ella tekið það fram ef ég væri eitthvað tengdur þeim.
Andrés Jónsson, 25.3.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.