22.3.2007
Offramboð af heilsíðum?
Þórmundur Bergsson hjá Mediacom var í viðtali hjá mér í vikulegum viðskiptaþætti á Útvarpi Sögu í gær.
Hann talaði um vandamál tengd því að koma skilaboðum til yngra fólks í gegn um fjölmiðla og svo um hvernig prentmarkaðurinn hefði þróast. Að sögn Þórmundar er samkeppnin svo hörð að birtingastofur bíða oft bara eftir að fjölmiðlarnir hringi og bjóða heilsíður í blöðum morgundagsins fyrir niðursett verð. Hann segir að það virðist sem það sé töluvert offramboð af heilsíðum á markaðnum.
Því er gjarnan fleygt að þegar að von sé á samdráttarskeiði í atvinnulífinu þá finni auglýsingabransinn fyrir því fyrst. Að sögn Þórmundar finnur hann enginn merki um samdrátt og því er væntanlega óhætt fyrir okkur að anda léttar.
Flokkur: Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.