Leita í fréttum mbl.is

Framtíðarlandið - umhverfis PAC???

Bjorn-IngiNú fæ ég kannski bágt fyrir frá einhverjum kunningjum mínum fyrir að vera að taka undir með Birni Inga Hrafnssyni en ég hugsaði einmitt eitthvað svipað og hann þegar ég sá fyrst sjónvarpsauglýsingar frá Framtíðarlandinu þar sem þeir biðja um að fólk skrifi undir sáttmála um framtíð Íslands (María Ellingsen leikur í auglýsingunni, Steingrímur Hermannsson og einhver drengur sem er svo skýrmæltur að hann hlýtur að vera leikarabarn).

Ég hugsaði eitthvað á þá leið, þegar ég sá þetta, að hér væri komið ágætt dæmi um það hvernig lobbýisminn mun þróast og að hér gæti verið kominn forsmekkurinn á því sem koma skal eftir að lög um takmarkanir á fjárstuðningi við stjórnmálaflokka voru sett í fyrra.

Úr öskunni í eldinn?
Í Bandaríkjunum eru vel þekktar svokallaðar PAC-nefndir (Political Action fin-pacCommittee), en með því að styrkja þær geta fyrirtæki og einstaklingar komið málstað sínum á framfæri lausir við þær hömlur sem lagðar eru á hefðbundna styrki til stjórnmálamanna eða flokka. PAC-nefndirnar eru líka oft notaðar til að berja á andstæðingum þeirra stjórnmálaafla sem aðstandendur nefndanna styðja. Þannig geta stjórnmálaöfl gengið harðar fram í árásum án þess að þurfa að bera sjálf ábyrgð á þeim staðhæfingum sem auglýstar eru.

Framtíðarlandið segir í auglýsingum sínum að stjóriðjustefnan dragi mátt úr öðrum atvinnugreinum. Það væri reyndar smart og heiðarlegt hjá þeim að skýra frá því ef að auglýsingarnar þeirra eru fjármagnaðar af fyrirtækjum/hagmunaaðilum sem tilheyri einhverjum af þessum öðru atvinnugreinum sem þeir nefna. En annars get ég vel tekið undir þetta sjónarmið. Ég er þeirrar skoðunar að það sé nær alltaf mjög óhagkvæmt þegar að ríkið eða stjórnmálamenn eru að blanda sér í það hvaða atvinnugreinar skuli byggja upp. Þarna eigum við að treysta markaðsöflunum en einbeita okkur að því að tryggja gott umhverfi fyrir öll fyrirtæki í landinu ásamt því að fylgjast með því að öllum leikreglum sé fylgt.

lonetreeSkógareldar í Indónesíu valda 10% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á umhverfisvernd þó svo að Kárahnjúkar hafi ekki eignast þann stað í hjarta mínu sem þeir virðast hafa gert hjá mörgum öðrum. Ég hef haft meiri áhyggjur af eyðingu skóga í Asíu og Suður Ameríku, vaxandi loftmengun í borgum heims og áhrifum stórfelldrar fjölgunar mannkynsins á umhverfið.

Einnig hef ég haft áhyggjur af andvaraleysi Íslendinga gagnvart ýmsum nauðsynlegum aðgerðum svo sem endurvinnslu og flokkun rusls í heimahúsum og á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að sú lífseiga skoðun Íslendinga að landið okkar sé táknmynd hreinleika og óspilltrar náttúru hafi seinkað því að við tækjum ábyrgð á fylgifiskum þess lífsgæðakapphlaups og hagvaxtar sem hér hefur ríkt. Hvað sem líður allri þjóðerniskennd þá er ljóst að Íslendingar hafa lengi verið aftarlega á merinni í umhverfismálum.

Virkjun fallvatna er alls ekki versta dæmið um þetta.

Umhverfismál aftur í tísku
Það var áberandi hvað umhverfismál sem baráttumál í stjórnmálum voru í skelfilega mikilli lægð á tíunda áratugnum og fyrstu árum þessarar aldar, allavega í samanburði við áratuginn þar á undan. Þetta var svona í flestöllum vestrænum ríkjum held ég. Núna er hins vegar ákveðin vakning í gangi á vesturlöndum og það er gott. Vonandi verður hún samt ekki til þess að við sendum öll vandamálin okkar bara beinustu leið til þróunarlandanna með því að færa mengunarframleiðsluna alla þangað.
_39191062_kids-bbc-203
Það er ástæða til að minna á það í þessari umræðu að fátæktin sem ríkir sums staðar í heiminum er ein allra stærsta ógnunin við umhverfið. Það er alvarlegt vandamál að fólk er víða einfaldlega of fátækt til að geta haft áhyggjur af umhverfismálum - margir neyðast til að beina allri sinni orku í það að eiga fyrir næstu máltíð handa sér og fjölskyldu sinni. Ef við finnum ekki lausn á þessu vandamáli þá er hætt við að aðrar aðgerðir til að bjarga jörðinni verði til lítils.

AJ.


Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Það má vera að Íslendingar hafi ekki verið mjög meðvitaðir um umhverfisvernd í gegnum árin, en það er því miður svo að vakning annarra þjóða hefur því miður oft skapast vegna aðstæðna sem eru ekki fyrir hendi hér á Íslandi og þökkum fyrir það. Við erum einu sinni bara 300 þúsund og búum í stóru landi með mikilli víðáttu .. nýtum heitt vatn til hitunar og virkjum til raforkuframleiðslu í stað kjarnorku og kolabrennslu.. höfum allt til alls.

Ég er hjartanlega sammála þér með að kominn er tími til að horfa á stóru myndina.

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.3.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband