15.3.2007
Báðir bestir í Blaðinu í dag
Það kitlaði nú aðeins hláturtaugarnar að fletta Blaðinu í morgun og sjá að bæði Byko og Húsasmiðjan eru að auglýsa að þeir hafi komið best út úr ánægjuvog Gallup.
Húsasmiðjan er með mjög "málefnalega" mynd af tveimur súlum þar sem þeirra súla er nærri því tvisvar sinnum stærri en súla Byko. Ef vandlega er gætt þá kemur hins vegar í ljós að munurinn á milli fyrirtækjanna í viðkomandi spurningu er á milli 4-5%. Ekkert er tekið fram um skekkjumörk, hvorki í stóru né smáu letri, þannig að vel getur verið að þau séu meiri en þessum mun "mikla" mun nemur.
Byko er síðan með bara eina súlu í sinni heilsíðuauglýsingu og segjast þeir vera með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt þessari sömu ánægjuvog Gallup. Aftur er litlar upplýsingar að fá með fullyrðingunum. Ekkert er sagt um hlutfall þeirra sem eru ánægðir. Það gæti því þess vegna verið bara mjög lágt. Og ekkert um hvort eða hverja Byko hafi verið borið saman við.
Ætli lesendur Blaðsins hafi verið nokkru nær eftir þennan herkostnað og túlkunaræfingar byggingarvörurisanna tveggja?
Ég hugsaði allavega með mér að þarna væri staðfesting á því sem ég taldi mig vita fyrir, að þetta séu svipað stór fyrirtæki, með svipaðar vörur og þjónustu, fyrir svipað verð...
Flokkur: Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirtæki lesa þaðn út úr könnunum það sem þeim hentar. Það eru oft margir sigurvegarar.
Þórður Ingi Bjarnason, 16.3.2007 kl. 08:36
Það er ekki ólíklegt að tvö eða fleyri fyrirtæki geti lesið sér í hag skoðanakannanir, ég hinsvegar er alveg til í að lofa bæði þessi fyrirtæki, finnst þær vera ó góðum slag og með mikið af góðum tilboðum.
Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.