12.3.2007
Er nýja Mannlíf nýja Þjóðlíf?
Forsíða nýjasta tölublaðs tímaritsins Mannlífs minnir mig dálítið á Þjóðlíf gamla. Getur verið að Mannlífi í breyttri mynd sé stefnt til höfuðs Krónikunni?
Það sem rennir frekari stoðum undir þessa kenningu er að á heimasíðu Mannlífs er sagt frá því að það verði hér eftir með meiri áherslu á fréttatengt efni og komi út þriðju hverja viku. Krónikan kemur út vikulega.
Þjóðlíf gamla var í sama broti og Krónikan með rauða forsíðu og kom út mánaðarlega á árunum 1985-1991. Það var byggt á þýska fréttatímaritinu Bild held ég meira en Economist, Time og Newsweek. Ég kunni minnir mig vel að meta Þjóðlíf enda róttækur unglingur. Þjóðlíf var djarft blað og hafði áhrif á þjóðfélagsumræðuna þó að það hafi að lokum verið meira í fréttum vegna gjaldþrots útgáfunnar og harkalegra innheimtuaðgerða á gömlum áskriftargjöldum.
Það væri gaman að vita hvort Þjóðlíf hafi verið nýjum ritstjórum, Þórarni og Reyni innblástur við breyttar áherslur á Mannlífi?
AJ.
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki einfaldlega 99% eftirlíking af gamla Newsweek útlitinu?
Segi 99% af því að maður á aldrei að fullyrða neitt
Baldvin Jónsson, 13.3.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.