Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eiga Klæðningu?

gunnar_largeGunnar Birgisson minnir mig að hafi byggt þetta fyrirtæki upp sem séð hefur um þessar umdeildu framkvæmdir í Heiðmörk. Hann mun síðan hafa losað sig út úr rekstrinum til að vera ekki beggja megin borðsins í viðskiptum við Kópavog. 

En mér skilst á kunningja mínum að eignarhald Klæðningar sé nú í höndum fyrirtækis sem skráð er í Lúxemburg.

Hverjir eiga þetta fyrirtæki Klæðningu eiginlega? Það mætti alveg skoða það.

Það var yfirmáta hallærislegt fannst mér fyrst eftir strand Wilsons Muuga í fjörunni við Sandgerði að útgerðarmaðurinn kynnti sig til leiks sem umboðsmaður eigenda skipsins.

Á endanum kom það hins vegar fram í dagsljósið að maðurinn átti skipið sjálfur og átti útgerðarfélagið líka þó það væri skráð einhversstaðar í skattaparadís.

mbl.is Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það eiginlega, geta Íslendingar frýjað sig allri sök (og pólitískri ábyrgð) á gerðum, athöfnum og brotum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga og reka, bara með því að skrá fyrirtækin í útlöndum?

Ég velti líka fyrir mér þessum leyndarhjúpi sem hvílir yfir eignarhaldi á hinum ýmsu hérlendu fyrirtækjum. Lengi vel neituðu forsvarsmenn Fréttablaðsins að upplýsa hver eða hverjir væru eigendur þess, en eftir dúk og disk kom í ljós að Baugur væri eigandinn.

Með þessum hætti tekst mönnum líka að koma í veg fyrir hin ýmsu, annarlegu hagsmunatengsl komi fram í dagsljósið, eins og dæmið úr Kópavogi (Klæðning ehf. / Gunnar Ingi Birgisson) sýnir hvað ljósast. Af orðum Gunnars Birgissonar á fréttamannafundinum í gær er ljóst að hann gerir engan greinarmun á sjálfum sér, Kópavogsbæ og Klæðningu ehf.

Einn kunningja minna, sem þekkir allvel innviði íslensks fjármálalífs, hefur staðfest frásögn Andrésar, um að eignarhald Klæðningar ehf. sé í höndum fyrirtækis sem skráð er í Lúxembúrg. Jafnframt gat hann þess að stjórnarformaður lúxemborgska eignarhaldsfélagsins væri eiginkona Dr. Gunnars I. Birgissonar.

Vésteinn (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:51

2 identicon

Sæll Andrés

Alltaf gamann að lesa blogg frá gömlum félaga úr jafnaðarmannahrefingunni. Sjálfur á ég hlut í Klæðningu í dag og hef verið framkvæmdarstjóri þess félags í rúm 3 ár. Get alveg fullvissað þig um að einn af meðeigendum mínum er ekki títtnefndur GB. Hélt að við kratarnir stunduðum ekki svona smjörklípu politík, allavega ekki við í Hafnarfirðinum forðum:-) Með baráttukveðju  Sigþór Ari Sigþórsson

Sigþór (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:27

3 identicon

Andrés spurði: "Hverjir eiga Klæðningu?"

Og enn svarar Sigþór, líkt og áður, "ekki Gunnar Birgisson".

En Sigþór kýs að svara ekki spurningu Andrésar. Kynni hið rétta svar að vera: "Gunnar Birgisson er ekki formlega skráður eigandi Klæðningar, heldur er eigandi klæðningar eignarhaldsfélag nokkurt í Lúxembúrg sem aftur er í eigu nákominna ættmenna Gunnars Birgissonar"?

Vésteinn (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Andrés Jónsson

Sæll Sigþór, Þetta átti nú ekki að vera nein smjörklípa. Gunnar gengur ansi kröftuglega fram í þessu máli eins og öðrum og forvitnilegt að svona lókal verktakafyrirtæki séu komin í beina eigu félaga í Lúxemburg. En þakka þér fyrir að varpa ljósi á þetta. Ég átti nú ekki von á því. Það hefði samt verið gaman ef þú hefðir afgreitt þetta sem Vésteinn víkur að í athugasemd hér að ofan hvort kona Gunnars sé stjórnarformaður eignarhaldsfélags Klæðningar. Það er þá ekkert til í því trúi ég! Enda væri Gunnar þá væntanlega bullandi vanhæfur.

Það er hins vegar gott að frétta af góðum krötum í atvinnulífinu. Þeir mættu að ósekju vera fleiri.

Andrés.

Andrés Jónsson, 27.2.2007 kl. 22:53

5 identicon

Thetta kæru samlandar er stjornvøldum ad kenna.    Lagasetningum er abotavant.   Mønnum la svo a ad koma her a lagnirnar øflugum fjarmagnsmarkadi og hann hefur kostad heimilin i landinu svo sem raun ber vitni.     Thad er thess vegna sem kosningar eru mikilvægar...

Allir sem eitthvad eiga kappkosta ad koma thvi undan svo ad their geti hagnast ennthafrekar.   Svoleidis er nu Island i dag.

gudjon (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:17

6 identicon

Er það ekki vitnisburður um alkunnan vesaldóm íslenskra fjölmiðlunga að fara ekki strax i að finna út hverjir eru eigendur Klæðningar og birta nöfn þeirra. Það er svona álíka vesalt, eins og hjá dómstólum að geta ekki komið lögum yfir afbrotamenn, ef þeir fremja afbrot í nafni fálaga sem þeir vinna fyrir, sbr kappana hjá olíufélögunum!

Blessaðir(aðar) rekið nú af ykkur slyðruorðið og hættið að birta nær athugasemdalaust það sem að ykkur er rétt. Í stéttinni er fullt af fólki sem getur þetta, ef metnaður fylgir þeim hæfileikum sem einstaklingarnir búa yfir. - Sjáiði Agnesi!!!

Árni Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband