Leita í fréttum mbl.is

Hagvöxtur á Íslandi í húfi í umspilinu?

m_brazil2014

Það er mikið í húfi fyrir íslensku landsliðsmennina sem mæta Króötum í tveimur umspilsleikjum nú eftir nokkra daga.

Hvenær mun Ísland eiga aftur eiga raunhæfa möguleika á að komast á heimsmeistaramót í knattspyrnu? Það er ekki líklegt að það tækifæri komi aftur í bráð.

---

En hvað gerist ef það fer nú á endanum svo að Ísland sigrar Króatíu?

Það verður allt vitlaust.

Áhugi landans á fótbolta mun rjúka upp. Heimsóknir á vefmiðla sem segja fréttir af íslensku landsliðsmönnunum munu stóraukast.

Sala á sjónvörpum, gasgrillum og öðru slíku mun stóraukast. 

Grillkjöt, áfengi og fjölmargar aðrar neysluvörur munu rjúka út. Júní og júlí verða eins og tveir desember-mánuðir í verslun. 

Fólk mun bjóða vinum og ættingjum heim til að horfa á leiki Íslands og um leið drífa sig í að innrétta baðherbergið sem hefur legið á hakanum, fjárfesta í nýju sófasetti og passa að allt líti sem best út fyrir gestina.

Verða mun vart við aukna bjartsýni landsmanna hvarvetna. 

Samanlagt mætti skjóta á að hagvöxtur gæti orðið 1-2% meiri bara við þessa auknu innlendu eftirspurn.

Erlendum ferðamönnum fækkar reyndar á meðan HM stendur yfir en fleiri Íslendingar kjósa einnig að vera heima á meðan á keppninni stendur. 

Athyglin sem Ísland fær fyrir að komast á HM gæti síðan haft mjög jákvæð áhrif á haustið í ferðaþjónustunni.

---

Í Bretlandi hafa hagfræðingar séð merkjanleg áhrif þess þegar enska landsliðið tekur þátt í lokakeppnum í fótbolta.

Það er því mikil ábyrgð á herðum íslenska landsliðsins. Ekki aðeins er í húfi tækifæri lífs þeirra sem knattspyrnumenn.

Heldur gætu úrslit næstu tveggja leikja ráðið því hvort eftirspurn í íslenska hagkerfinu taki við sér eða haldi áfram að dragast saman.

Það má segja að það verði tvíþætt skilaboð þegar við hrópum "Áfram Ísland" á föstudaginn. Sigur gæti nefnilega sannarlega ýtt Íslandi áfram á veg efnahagsbata.


Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er heilmikið til í þessu,svo mikið að við trúumu því að við komumst til Brasilíu.Það eru smá hnökrar á liði okkar,sem segir mér að heppnin yrði að ganga lið með okkur,en hana fáum við ekki keypta. Svo er hjátrúin viðloðandi íþróttir,því hef ég kynnst. Dæmi;vera í ósamstæðum skóm!! Annars takk fyrirog bestu óskir um topp-árangur.

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2013 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband