Leita í fréttum mbl.is

Geta konur stjórnað fyrirtækjum?

margret_gudmundsdottir_1201652.jpg

Auðvitað geta þær það.

Ég trúi ekki að nokkur sem hafi smellt á þessa fyrirsögn sé í nokkrum vafa um að konur geti stjórnað fyrirtækjum jafn vel og karlar. 

En afhverju er svona sjaldgæft að þær geri það. Í samanburði við karla.

---

Skortur á fyrirmyndum er örugglega ein skýringin. 

Á fimmtudaginn í hádeginu mun Margrét Guðmundsdóttir segja frá reynslu sinni í Háskóla Íslands í fyrirlestri sem hún kallar "Hvað ræður árangri íslenskra kvenstjórnenda?"

Ég kemst því miður ekki sjálfur.

En að mínu mati er Margrét er einn flottasti stjórnandi landsins og ég hvet fólk eindregið til að mæta og hlýða á hana.

---

Jafnfréttisumræðan þarf að komast upp úr hjólförunum.

Árangurinn við að jafna hlut kynjanna á síðustu 20 árum hefur orðið miklu minni en maður bjóst við.

Hvað veldur því að margar vel menntaðar og hæfar konur enda heimavinnandi eða í lægra starfshlutfalli í stað þess að setja starfsframann í forgang?

---

Möguleikar kvenna til frama innan viðskiptalífsins er viðfangsefni metsölubókarinnar Lean in eftir Sheryl Sandberg, rekstrarlegan framkvæmdastjóra Facebook.

Ég er reyndar ekki alveg búinn með bókina, en hún er mjög áhugaverð. 

Í bókinni skrifar Sandberg um jafnréttismálin frá annarri hlið en maður er vanur.

Með því að líta til reynslu ömmu sinnar, móður og sinnar eigin reynir hún að greina hvað það er í nútíma konum og hvað það er í skipulagi fyrirtækja sem veldur því að konur verða mun síður æðstu stjórnendur.

Konur af kynslóð Sandberg eru jafn hæfar, jafn vel menntaðar og hafa fengið sömu hvatningu og tækifæri og karlar. Margar þeirra eru betur menntaðar en jafnaldrar sínir af hinu kyninu.

En samt eru karlar allsráðandi í viðskiptalífinu.

---

Bókin er góð lesning og opnar augu manns fyrir ýmsum hindrunum sem konur mæta á vinnumarkaði.

En Lean in inniheldur líka fjölmörg góð ráð sem allir geta tileinkað sér til að stýra eigin starfsframa.


AJ

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hver sá sem unnið hefur í fleiri en fjórum fyrirtækjum sem hafa konur til jafns við karla í stöðum yfirmanna, veit svarið við þessari spurningu.

Konur stjórna á allt annan hátt en karlar og meðan við getum ekki horft raunsætt á þeirra stjórnunarhætti getum við ekki fengið verðugt svar við spurningunni.

Guðjón E. Hreinberg, 14.5.2013 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 266008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband