19.2.2007
Vanþroski íslenskra banka
Stýrivextir eru 14,25% á Íslandi en á sama tíma eru millibankavextir hér u.þ.b. 16%. Að jafnaði ættu þeir alltaf að vera lægri en stýrivextirnir.
Mér skilst að ástæða þess að skortur ríki á millibankamarkaði sé tregða fjármálastofnanna til að lána hvor annarri. Jafnvel þó að þær gætu grætt umtalsverðar fjárhæðir á því miðað við núverandi aðstæður.
Þarna kemur enn og aftur í ljós munurinn á íslenska markaðnum og erlendum mörkuðum. Hér ríkir enn ákveðinn heimóttarstíll. Hér berjast menn enn í klíkum á götuhornum og markaðsbrestirnir standa því óáreittir þrátt fyrir allt tal um frelsisvæðingu viðskiptalífsins. Íslenskt fjármagn er því ekki nærrum því allt frjálst!
Vilja menn mótmæla þessu?
Flokkur: Hlutabréfamarkaðurinn | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.