16.2.2007
Tískustraumar Moggabloggsins
Einn af frægari bloggurum landsins Steingrímur Sævarr Ólafsson kvittar ávallt undir færslur á blogginu sínu með orðunum: "Þegar stórt er spurt"
Þetta er held ég að mér sé óhætt að álykta einhverskonar kallmerki eða vörumerki Steingríms.
Ekki veit ég hvort Steingrímur Sævarr sé fyrsti bloggari landsins til þess að kvitta undir bloggfærslur með svona einhverri töff línu, en æ fleiri virðast nú vera að taka upp þennan sið.
Það er spurning hvort hér sé komið af stað nýtt æði á Moggablogginu eða hvort menn séu einfaldlega að notfæra sér það sem virðist virka, en Steingrímur Sævarr er sá bloggari á blog.is sem flestir heimsækja.
Þannig kvittar einn af nýrri og efnilegri Moggabloggurum landsins, Hrannar B. Arnarsson, undir sínar færslur með: "Pælum í því!"
Og Eiríkur Bergmann Einarsson endar nú öll sín Moggabloggskrif með orðunum: "Þetta er svona"
Gaman væri að heyra fleiri dæmi um smellnar bloggkveðjur Moggabloggara.
AJ.
Meginflokkur: Moggabloggið | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar stórt er spurt... síðan er ekki einu sinni hægt að spyrja hann um neitt, því ég get ekki skrifað athugasemd.
/Og hana nú!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2007 kl. 18:18
Ég held þetta séu einhvers konar tilraunir til að gera bloggið merkilegra - þegar stórt er spurt - lætur eins og alltaf séu bloggin einhverjar "stórar" pælingar (sem þær eru nú ekki).
"Þetta er svona" er líka barnaleg tilraun til að koma fram þeirri hugmynd að ritari hafi ótvírætt rétt fyrir sér - sem er víst ekki alveg pottþétt.
Valdimar Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.